Fuglaskoðun í Kópavogsdal

Í tilefni af komu lóunnar, vorboðans okkar ljúfa, býður Náttúrufræðistofa Kópavogs upp á fuglaskoðun í Kópavogsdal laugardaginn 6. apríl nk. 13-15.

Leiðsögnin byrjar við andapollinn, vestast í Kópavogsdalnum en þar tekur. Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur, á móti áhugasömum náttúruskoðurum á öllum aldri og segir frá þeim fuglum sem þar ber fyrir sjónir.

—–
Á þessum tíma árs leggja fuglar, sem eiga vetursetu á öðrum slóðum, leið sína til Íslands til að ala afkvæmi sín og dvelja sumarlangt.

Meira en helmingur þeirra 80 tegunda sem verpa á Íslandi eru farfuglar. Þeir koma að vori og fara að hausti. Staðfuglar eru svo þeir sem halda kyrru fyrir og þreyja veturinn á Íslandi en telur sá hópur 34 tegundir

Frábært tækifæri fyrir forvitna að koma og fræðast um náttúruna í nærumhverfinu!

Komið klædd eftir veðri og með sjónauka ef þið hafið tök á.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar