Frábær árangur hjá borðtennisdeild HK

Borðtennisfólk úr HK gerði það gott um þar síðustu helgi en þá fór fram Íslandsmót unglinga og Íslandsmót íþróttasambands fatlaðra.

Leikmenn frá HK fóru mikinn og stóðu uppi með 3 Íslandsmeistaratitla auk silfurs- og bronsverðlauna í tvíliðaleikjum.

Elísa Þöll Bjarnadóttir sigraði örugglega í flokki stúlkna 12-13 ára

Darian Adam Robertsson Kingorn sigraði í flokki pilta 14-15 ára eftir hörku úrslitaleik við Kristófer Björnsson

Björgvin Ingi Ólafsson sigraði í flokki drengja 16-18 ára eftir frábæran úrslitaleik við Eirík Loga Gunnarsson sem hefur verið ósigrandi í aldursflokknum undanfarið.

Á Íslandsmóti fatlaðra stóðu Hk-ingar sig líka frábærlega en þar sigraði Hákon Atli Bjarkason þrefalt í flokki hreyfihamlaðra karla og Magnús Guðjónsson sigaði í sínum flokki auk þess að fá bronsverðlaun í opnum flokki eftir hörkuleik hinn þrautreynda Kolbein Skagfjörð.

Frábær árangur hjá þessu efnilega íþróttafólki, framtíðin er svo sannarlega björt hjá borðtennisdeild HK.

Á myndinn eru Hákon Atli Bjarkason og Magnús Guðjónsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar