Breiðablik er Lengjubikarmeistari kvenna árið 2022 eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik mótsins í Garðabæ sl. föstudagskvöld, en eikið var á heimavelli Stjörnunnar, Samsungvellinum í Garðabæ.
Blikar tóku forystuna í byrjun leiks er Hildur Antonsdóttir skoraði mark eftir hornspyrnu. Stjarnan jafnað fljótlega metin er Jasmín Erla Ingadóttir skoraði. Taylor Marie Ziemer kom svo Blikum yfir á 21 mínútu og reyndis það sigurmark leiksins.
Áttundi sigurinn
Breiðablik var að vinna mótið í áttunda sinn en liðið vann einnig árið 2019, en vegna heimsfaraldursins, COVID-19, voru ekki krýndir sigurvegarar árin 2020 og 2021.
Blikar hefja svo leik í Bestu-deildinni miðvikudaginn 27. april er Þór/KA kemur í heimsókn á Kópavogsvöll.