Útskýrir hugsanirnar á bak við hverja mynd á Tabú sýningunni

Garðbæingurinn Aldís Gló Gunnardóttir opnaði þar síðasta laugardag myndlistarsýningu í Gróskusalnum á Garðatorgi 1, sem ber vinnuheitið TABÚ, en Aldís er meðlimur í SIM (sambandi íslenskra myndlistarmanna), er menntaður myndlistarkona og hefur málað frá árinu 2006.

Sýningin Aldísar Glóðar á Garðatorgi er tileinkuð konum og þeirra veruleika í annars karllægum heimi. Hún er með 23 olíuverk á sýningunni sem öll tilheyra þessu þema, þó misgróf séu. Sýningin er erótísk og bönnuð innan 16 ára.

Listamannaspjall 9. apríl

Aldís Gló verður með listamannaspjall á sýningunni Tabú á laugardaginn, 9. apríl kl. 15. ,,Ég mun ganga hringinn í listamannasalnum og útskýra myndirnar og hugsanirnar á bak við hverja og eina, það sem augað sér ekki en listamaðurinn er að hugsa þegar hann málar verkin,” segir Aldís Gló.

Forsíðumynd: Aldís Gló verður með listamannaspjall í Gróskusalnum á laugardaginn kl. 15 þar sem hún útskýrir myndirnar og hugsanir hennar á bak við hverja mynd.

Aldís Gló ásamt eiginmanni sínum Baldvini Johnsen

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar