Blikastúlkum spáð 2. sæti

Fótbolti.net spáir Breiðabliki 2. sæti í Pepsí-Max deild kvenna en Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra. Liðið vann 14 leiki en tapaði aðeins einum leik allt sumarið og fékk eingöngu á sig þrjú mörk.

Það hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópnum auk þess sem Þorsteinn Halldórsson þjálfara liðsins til nokkurra ára tók við A-landsliði Íslands og Vilhjálmur Haraldsson tók við liðinu. Villi þekkir þó vel alla umgjörðina hjá Breiðablik en hann var sjálfur leikmaður Blika á sínum tíma, þjálfaði þar yngri flokka félagsins og þá var hann aðaþjálfari Augnabliks 2019 og 2020.

Þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum þá eru Blikar sannarlega með lið til að berjast um báða stóru titlana í sumar.

Alls hafa 11 leikmenn yfirgefið herbúðir liðsins frá því í fyrra, nokkur stór nöfn farið í atvinnumennsku og þá lagði fyrirliði liðsins, Sonný Lára Þráinsdóttur hanskana á hilluna. Fjórir nýir leikmenn hafa bæst í hópinn auk þess sem aðrir fjórir leikmenn koma til baka úr láni. Þá voru nokkrir sterkir leikmenn fjarverandi í fyrra vegna meiðsla en þeir snúa nú aftur til baka.

Komnar: 
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir frá Keflavík (Var á láni) 
Birta Georgsdóttir frá FH 
Ísafold Þórhallsdóttir frá Augnabliki (Var á láni) 
Karitas Tómasdóttir frá Selfoss 
Telma Ívarsdóttir frá FH (Var á láni) 
Tiffany McCarty frá Selfossi 
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá KR 
Þórhildur Þórhallsdóttir frá Augnabliki (Var á láni) 

Farnar: 
Alexandra Jóhannsdóttir í Eintracht Frankfurt 
Berglind Björg Þorvaldsdóttir til Le Havre 
Elín Helena Karlsdóttir í Keflavík (á láni) 
Esther Rós Arnarsdóttir í FH 
Guðrún Gyða Haraldz í Þrótt 
Íris Dögg Gunnarsdóttir í Þrótt 
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir til Bayern Munchen 
Sonný Lára Þráinsdóttir hætt 
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen í Val 
Sóley María Steinarsdóttir í Þrótt 
Sveindís Jane jónsdóttir í Keflavík (Var á láni) 

Fyrsti leikur Breiðabliks er á þriðjudaginn  kl. 19:15 þegar Fylkir kemur í heimsókn á Kópavogsvöll. Blikar fara svo til Eyja í annarri umferð og mæta þar heimakonum í ÍBV, en sá leikkur mánudaginn 10. maí.

Á myndinn er Villi þjálfari ásamt Tiffany McCarty sem koma á dögunum frá Selfossi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar