Bjartsýnn fyrir leikinn á móti KA

HK mætir KA í Kórnum  í dag, laugardag, kl. 17:00, í Pepsí-Max deild karla

Það er stórleikur í Kórnum í dag þegar heimamenn í HK mæta KA í fyrstu umferð Pepsí-Max deildar karla, en leikurinn hefst kl. 17.

Drengjunum í HK var spáð 9. sæti í árlegri spá þjálfara og fyrirliða félaganna í Pepsí-Max deildinni, sem kemur ekki á óvart enda liðið endað í 9. sæti undanfarin tvö ár, en norðanmönnum í KA var aftur á móti spáð 6. sæti.

Brynjar Björn Gunnarsson er að hefja sitt fjórða tímabil sem þjálfari liðsins en hann tók við HK haustið 2017 og framlengdi samning sinn um tvö ár núna í byrjun árs.

Íslandsmótið að fara af stað og fyrsti leikur á móti KA. Hvernig líst þér á leikinn? ,,Leikurinn við KA leggst bara vel í mig.  Við erum vel undirbúnir og skemmtilegt að mótið sé að fara byrja,“ segir Brynjar Björn.

Mjög ánægður með hópinn

Það hafa orðið einhverjar  breytingar á leikmannahópnum og Valgeir og Birkir Valur m.a. komnir heim. Ánægður með þær breytingar sem hafa orðið og eruð þið að leita að leikmönnum til að styrkja hópinn? ,,Það hafa ekki orðið svo miklar breytingar á kjarna hópsins, en við erum búnir að fá 2-3 leikmenn og svo hafa Birkir Valur og Valgeir komið til baka úr láni erlendis frá eins og þú nefnir.  Eins og staðan er núna er ég mjög ánægður með hópinn og er ekki að leita að leikmönnum.“

Valgeir er komin heim í HK að nýju eftir nokkra mánaða dvöl hjá Brentford á Englandi

Við erum klárir í fyrsta leik

Þetta er búið að ver sérstakt undirbúniningstímabil út af samkomutakmörkunum. Hvernig kemur liðið undirbúið til leiks og hvernig hafa æfingar gengið? ,,Framan af vetri var allt í góðu og undirbúningurinn á réttri leið svo kom smá stopp, við náðum að nýta tímann vel þó að það væru ekki hefðbundnar fótboltaæfingar, þannig að við erum klárir í fyrsta leik

Markmiðið að enda ofar en í 9. sæti

Nú er HK spáð 9. sæti af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í PepsiMax deildinni – hvað segirðu um þá spá – hlutskipti HK að vera í fallbaráttunni í sumar eða hver eru markmiðin í efri byggðum Kópavogs? ,,Við erum búnir að vera í 9. sæti núna tvö ár í röð, en ég tel okkur geta verið ofar en það á þessu ári og það er klárlega markmiðið.“

Kórinn hefur reynst okkur vel

En þú ert brattur fyrir leikinn á móti KA og mikilvægt að taka þrjú stig á heimavelli? ,,Ég er frekar bjartsýnn fyrir leikinn á móti KA.  Við erum í Kórnum og hann hefur reynst okkur vel, en ég býst við skemmtilegum og hörkuleik við KA í dag.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar