AS WE GROW stækkar vörulínu sína

Íslenska fatahönnunarmerkið AS WE GROW er nú búið að festa sig í sessi sem eitt helsta hönnunarmerkið á markaðnum í dag bæði fyrir börn og fullorðna, en vörumerkið hannaði hina líflegu Mottumarssokka í ár. Auk þess að selja vörumerkið víða erlendis hefur samnefnd verslun á Klapparstíg 29 nú verið stækkuð til muna.
Kveikjan að As We Grow var flík sem gekk manna á milli og hélt hlýju í hópi ættingja og vina í meira en áratug og tengdi þannig saman fjölskyldur og þessi saga veitt innblástur til að búa til flíkur sem gætu gengið á milli kynslóða.

,,Við viljum leggja áherslu á þá verðmætaaukningu sem fatnaður getur skapað með því að ganga manna á milli og að hann dugi sem lengst. Ef ein flík hentar við ýmis tækifæri þarf fólk ekki að eiga troðfulla fataskápa,” segir Gréta Hlöðversdóttir, einn stofnenda og framkvæmdastjóri As We Grow.

Af virðingu við Veröldina

Og Grétar bætir við: ,,Setningin sem okkur finnst ramma best inn okkar hugsjón er “Af Virðingu fyrir Veröldinni”. Við viljum koma fram við jörðina af virðingu, stunda sjálfbær viðskipti, þannig að okkar flíkur séu úr náttúrulegum efnum, endist lengur og gefi áfram til næstu kynslóða. Vörumerkið er orðið þekkt fyrir peysur sínar úr alpacaull á bæði börn og fullorðna, enda um að ræða eina mýkstu og bestu ull í heimi. Vörumerkið hefur nú stækkað vörulínuna sína og býður nú einnig upp á kjóla, dress og fylgihluti úr náttúrulegum hágæða efnum. Allt flíkur sem henta bæði hversdags og spari,” segir hún.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar