Síðasta tónlistarnæring vorsins í Garðabæ, miðvikudag 3. apríl kl. 12:15

Miðvikudaginn 3. apríl klukkan 12:15  koma þær Magnea Tómasdóttir sópransöngkona og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari fram á tónleikum í röðinni Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnisskránni er tónlist eftir Brahms, Wagner og Tryggva M. Baldvinsson. Tónleikarnir eru þeir síðustu á vorönn en Tónlistarnæring fer fram fyrsta miðvikudag í mánuði frá september til apríl og eru á vegum Menningar í Garðabæ sem Ólöf Breiðfjörð veitir forstöðu. Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir eru um 30 mínútna langir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar