Ákveðin hræsni að loka sundlauginni í Boðaþingi

Kòpavogsbær lokar einu sundlauginni (Boðaþingi) sem hönnuð er fyrir aldraða í bæjarfélaginu í 2,5 mánuð yfir sumartímann. Ekki er það gott fyrir þá sem treysta á þessa mikilvægu heilsubót og komast ekki í aðrar laugar sökum heilsu og aldurs. Það er ákveðin hræsni í því að mæla með þvì að aldraðir haldi heilsu til að geta bùið heima sem lengst en tíma svo ekki að borga fyrir afleysingamanneskju í 2,5 mánuð. Það hlýtur að vera hægt að halda lauginni opinni í 4 klst á dag ì hið minnsta. Kópavogsbær hlýtur að eiga fyrir þvì.

Skora á stjórnendur bæjarins að endurskoða þetta.

Þórdís Bára íbúi í Kópavogi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar