Vatnsdropaverkefnið á Bókasafni Kópavogs í sumar

Vatnsdropaverkefnið teygir anga sína inn í sumarið á Bókasafni Kópavogs og verða sumarsmiðjur með Ísabellu og Sigurlínu næstu þrjá fimmtudaga í fjölnotasalnum á 1. hæð aðalsafns. Verða smiðjurnar haldnar á milli kl. 14.30-16.00 þessa daga (https://bokasafn.kopavogur.is/vidburdir/vidburdur/3771/furduverur-i-utrymingarhaettu-sumarsmidjur-vatnsdropans) og þarf að skrá börn til leiks á heimasíðu Bókasafns Kópavogs.

Einnig verða til staðar þrjú borð í fjölnotasalnum með þremur mismunandi verkefnum í allt sumar. Mega gestir og gangandi fá sér sæti og skrifa/skreyta í bók, planta fræ í pott og taka með sér heim eða sauma út í stranga til að skapa smá saman listaverk með sporum úr ýmsum áttum. Hægt er að lesa um Vatnsdropaverkefnið á heimasíðu menningarhúsanna: https://menningarhusin.kopavogur.is/. Verið velkomin á safnið í sumar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar