Að velja að vaxa – Soroptimistaklúbbur Kópavogs gróðursetur í Lækjarbotnum

Soroptimistasamband Íslands heldur á upp á 100 ára árstíð alþjóðasambands Soroptimista árið 2021.
Soroptimistar voru stofnaðir 1921 í Oakland í Bandaríkjum  og eitt af helstu verkefnum sem Oakland-klúbburinn 1921 réðst í sneru að umhverfinu til að „bjarga rauðviðunum“ – hin miklu fornu tré sem voru felld með miskunnarlaust.

Félagar í Soroptimistaklúbb Kópavogs komu saman í síðustu viku að planta trjám í Lækjarbotnum

Soroptimistar beittu sér fyrir verkefninu, tóku að sér öflug timburfyrirtæki og fengu opinberan stuðning við verkefnið. Niðurstaðan var sú að meginhluti rauðviðanna var settur til hliðar í vernduðu friðlandi og stendur enn í dag, The Redwood Grove.

Fljótlega á haustdögum 2020 kom upp sú hugmynd að íslenskir Soroptimistar myndu planta trjám í sinni heimabyggð til að minnast þessara tímamóta. og tengja við kvenréttindadaginn 19. júní, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og að hvatningu Alþjóðasambands Soroptimista undir kjörorðinu; „að velja að vaxa„ .

Kópavogsklúbburinn fékk árið 1993 reit í Lækjarbotnum/við Selfjallið og hefur síðan ræktað þar upp vænan skóg. Margt hefur breyst frá því fyrst var gróðursett þarna, m.a. hefur lausagöngu búfjár verið hætt og Selfjallið allt orðið stórt skógræktar- og uppgræðslusvæði. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs tók vel í erindi okkar þegar við höfðum samband við hann. Hann benti okkur að tala við Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdarstjóra Skógræktarfélags Kópavogs sem eins og Friðrik tók erindi okkar afar vel.

Við fengum stækkaðan reitinn okkar upp Selfjallið og mánudaginn 14. júní mættu systur í Kópavogsklúbbi og plöntuðu 100 trjám, Reynivið og Birki upp Selfjallið.

Seljafjall og skálinn

Skógræktarfélagið lagði okkur til plöntur og Kristinn mætti með vaska vinnumenn með sér og þau lögðu okkur lið, jákvæð, dugleg og skemmtileg. Einnig fræddi Kristinn okkur um ýmislegt varðandi skógrækt.
Eftir gróðursetninguna var farið í skátaskála Garðbúa þar sem fundur var haldinn með hefðbundnum hætti.

Það var ákaflega skemmtilegt þetta kvöld sem við Soroptimistasystur áttum í Lækjarbotnum og við þökkum garðyrkjustjóra Kópavogs og Skógræktarfélagi Kópavogs fyrir alla hjálp sem þeir veittu okkur svo ljúfmannlega. Auk þakklætis til skátafélagsins Garðbúa sem hafa veitt klúbbnum aðgang að skálanum þeirra og klúbbsystur notið aðstöðunnar þar í hvívetna á undaförnum árum.

Stjórn Soroptimista í Kópavogi

Á forsíðumyndinn eru Helga Magnúsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir og Hildur Hálfdanardóttir.

Gróðursett í Seljafjalli

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar