Fyrsta skóflustungan tekin í Eskiási. Nýjar sérbýlisíbúðir í Garðabæ

Í Eskiás í Garðabæ mun rísa á næstum 3-4 árum ný og falleg fjölbýlishús með samtals 276 íbúðum, en skóflustunga að fyrsta fjölbýlinu var tekin sl. föstudag af Erni Kjartanssyni, framkvæmdastjóri Fram-kvæmdafélags Eskiáss ehf, Magnúsi Magnússyni, stjórnaformanni félagsins og Gunnari Einarssyni bæjar-stjóri í Garðabæ, en reiknað er með að hægt verði að afhenda fyrstu íbúðirnar haustið 2022.

Eskiás 1-10 er ný gata á grónum stað í Ásahverfinu í Garðabæ, þar sem Héðinn var áður til húsa

Eskiás 1-10 er ný gata á grónum stað í Ásahverfinu í Garðabæ, þar sem Héðinn var áður til húsa., en gatan er skammt frá skólum, leikskólum, íþróttasvæði og verslunarkjarna í miðbæ Garðabæjar. Eskiás liggur fyrir ofan Sjálandshverfið og nýtur því útsýnis í átt til sjávar og yfir til borgarinnar. Staðsetningin er örstutt frá megin ökuleiðum og einnig er gert ráð fyrir einni af meginstöðvum borgarlínunar til framtíðar.

Bæjarstjórn Garðabæjar ásamt forsvarsmönnum Framkvæmdaféalgs Eskiáss! F.v. Magnús, Örn, Almar, Gunnar, Björg, Sigurður, Jóna, Sara og Ingvar

Níu hús með mismundandi fjölda íbúða

Við Eskiás 1-10 verða byggð níu hús með mismunandi fjölda íbúða í hverju húsi. Séreinkenni íbúðanna í Eskiási er að allar íbúðir verða með sérinngangi. Húsin mynda ferning utanum skjólgóðan inngarð og eru allar íbúðir með aðgengi eða glugga í átt að inngarðinum. Hæð húsana eru 2-3 hæðir.

Íbúðastærðir eru fjölbreyttar eða frá 70 fm til 135 fm íbúðir sem eru 2 til 5 herbergja. Geymslur eru allar innan íbúða sem eykur notkunargildi þeirra og minnkar þá sameign sem venjulega þarf að greiða fyrir í fjölbýli. Eina sameign húsins er miðlæg hjóla og vagnageymsla auk tæknirýmis. Inngangar inn í inngarðin er frá báðum langhliðum húsins.

Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Framkvæmdafélags Eskiáss ehf, Magnús Magnússoni, stjórnaformaður félagsins og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ tóku fyrstu skóflustunguna sl. föstudag.

Öll bílastæði við Eskiás verða ofanjarðar og sameiginleg með öllum húsunum sem eykur samnýtingu stæðanna. Gert verður sérstaklega ráð fyrir fjölda rafhleðslustæða og möguleikum til að auka fjölda þeirra þegar þörf krefur. Hönnun lóðar og bílastæða er samtvinnuð hönnun Garðabæjar á Eskiásgötunni sem er bæjargata. Þannig næst einstakur hönnunarbragur milli húsanna og lóðarinnar í kring og er gert sérstaklega ráð fyrir góðum göngustígum og gróðri í kringum húsin í Eskiási. Aðgengi frá Eskiás verður bæði frá Stórásnum og Ásabraut og því hægt að velja í raun 3 leiðir yfir á stofnbrautirnar í kring.
Í hönnun íbúðanna er lagt upp með góðri gluggastærðum og eru margar íbúðanna með aukinni lofthæð allt að 4 metrum og gluggum upp alla lofthæðina. Húsin verða öll klædd með viðhaldslitlum klæðningum sem gefa munu húsunum einstakan stíl.

Eins og áður segir er reiknað með að hægt verði að afhenda fyrstu íbúðirnar haustið 2022.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar