Blikum spáð 2. sæti í PepsíMax karla

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að karlaliðs Breiðabliks hafni í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar, en Breiðablik hafnaði í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra og tryggði sér Evrópusæti. Breiðablik hefur verið að gæla við toppinn, en árin 2018 og 2019 hafnað liðið í öðru sæti. Stuðningsmenn Breiðabliks hafa að sjálfsögðu mikla trú á liðinu og þeir eru margir sem trúa því að þetta gæti verið árið þeirra, en 11 ár eru liðin síðan Breiðablik vann sinn eina Íslandsmeistaratitil árið 2010.

Blikarnir hafa ekki misst marga leikmenn, það er helst að nefna Brynjólf Andersen Willumsson, sem fór í atvinnumennskuna en liðið hefur aftur á móti fengið öfluga leikmenn í þesim Árna Vilhjálmssyni, Davíð Erni Atlasyni og Finni Orra Margeirssyni. Þá kom hinn efnilegi Jason Daði Svanþórsson frá Aftureldingu.

Fyrsti leikur Breiðabliks á Íslandsmótinu er stórleikur á móti KR á Kópavogsvelli sunnudaginn 2. maí. Þeir fara svo í Breiðaholtið í 2. umferð og mæta nýliðum Leikni.

Myndirnar eru frá 2010 eftir að Breiðablik hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Samsungvellinum í Garðabæ

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar