Kjaftað um kynlíf á foreldramorgni

Sigga Dögg fjallar um sambönd og náin tengsl á hispurslausan og hreinskilin hátt

Sigga Dögg, kynfræðingur er landsþekkt fyrir að fjalla um sambönd og náin tengsl á hispurslausan og hreinskilinn hátt. Á fimmtudaginn, þann 29. apríl kl. 10:00, kemur hún á foreldramorgunn á Bókasafni Kópavogs og flytur erindi um kynlíf á og eftir meðgöngu og fjallar um þau áhrif sem nýtt barn hefur á foreldra og samband þeirra.

Það er ókeypis aðgangur og foreldrar eru velkomnir með börn sín á meðan húsrúm leyfir. Sóttvarnarreglum verður fylgt til hins ítrasta og gestum er skylt að bera andlitsgrímu.


Hægt er að fylgjast með dagskránni í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar