Stjörnunni spáð 7. sæti í Pepsí Max kvenna

Stjörnustúlkum er spáð 7. sæti í Pepsí Max deild kvenna í árlegri spá sérfræðinga á Fótbolti.net, en Stjarnan endaði í 6. sæti í fyrra þegar deildin var blásin af vegna Covid. Mikil uppbygging hefur verið í gangi hjá Stjörnunni sl. tvö ár og mikið af ungum og efnilegum stelpum að koma upp í meistaraflokinn, en 2. flokkur kvenna varð Íslandsmeistari í fyrra. Fróðlegt verður m.a. að fylgjast með Hildigunni Ýr Benediktsdótur og Anítu Ýr Þorvaldsdóttur, en báðar eru stúlkurnar fæddar 2003. Aníta Ýr hefur þó verið fjarverandi frá áramótum og óvíst hvenær hún byrji að æfa að nýju.

Stjarnan hefur leik sunnudaginn 5. maí nk. og fyrsti leikurinn er gegn silfurliði Vals á Origovellinum. Í annarri umferð fær síðan Stjarnan nýliða Keflavíkur í heimsókn á Samsungvöllinn.

Efsta myndin er af Önnu Maríu Baldursdóttur fyrirliða liðsins og lykilleikmanni. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Stjörnuna að hún verði heil heilsu í sumar en Anna María hefur verið töluvert meidd undanfarin tvö ár.

Það eru margar ungar og efnilegar stelpur í Stjörnuliðinu sem eiga eftir að láta af sér kveða í sumar ,en Stjarnan varð Íslandsmeistari í 2. flokki í fyrra

Stjarnan hefur misst 4 leikmenn úr hópnum frá því í fyrra, þær Ang­ela Caloia til Empoli á Ítalíu, Erin McLeod til Orlando Pride í Bandaríkjunum, Shameeka Fis­hley til Logrono á Spáni og Jana Sól Valdi­mars­dótt­ir fór í Val. Stjarnan hefur í staðin fengið fjóra leikmenn, Alma Mathiesen frá KR, Chanté Sandi­ford frá Hauk­um, Heiða Ragney Viðars­dótt­ir frá Þór/KA og Úlfa Dís Kreye Úlfars­dótt­ir frá FH. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins