12 Blikar í æfingahóp SSÍ fyrir næstu verkefni

Sundsamband Íslands staðfesti í lok apríl hópana fyrir næstu æfingaverkefni landsliðanna. Æfingahóparnir eru fjórir; Framtíðarhópur, Unglingalandslið, Úrvalshópur og A – landslið. Lágmörk og viðmið landsliðshópanna eru reiknuð út frá HM50, FINA A og B lágmörkum. Í Framtíðarhóp eru allir þeir sem eru í fyrsta og öðru sæti á afrekaskrá í 200m og 400m greinum í hverjum árgangi einnig valdir til þátttöku í verkefnum innanlands.

Breiðablik á hvorki fleiri né færri en 12 efnilega sundmenn í þessum hópi og þar á meðal er Freyja Birkisdóttir, sem er í A-landsliðshóp þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára, en Freyja er fædd 2006.

Markmiðið með þessum hópum er að búa til markvisst kerfi með langtíma árangur að leiðarljósi. Kerfið hefur fjögur þrep þar sem verður stigvaxandi unnið með hæfileikamótun og bæta reynslu sundfólks, með hámarksárangur á alþjóðlegum vettvangi að leiðarljósi. Þar verða haldnar reglubundnar æfingahelgar innanlands. Innihald helganna verða almennar æfingar og tæknivinna í laug. Einnig fara fram sundmælingar og unnið í að bæta þekkingu sundfólksins á sviði næringar- og íþróttasálfræði. 

Eftirfarandi einstaklingar úr Breiðablik hafa náð tilskyldum árangri til þátttöku að þessu sinni:

Framtíðarhópur – Konur                
Nadja Djurovic 2007
Júlía Pálmadóttir 2007
Sólveig Freyja Hákonardóttir2009
Þórey Margrét Magnúsdóttir 2009
Margrét Anna Vilhjálmsdóttir Lapas 2009
Ásdís Steindórsdóttir 2009

Framtíðarhópur – Karlar           
Kacper Kogut 2006      Breiðablik

Unglingalandslið                    
Freyja Birkisdóttir 2006
Guðmundur Karl Karlsson 2005
Kristín Helga Hákonardóttir 2004

ÚRVALSHÓPUR                                                       
Patrik Viggó Vilbergsson 2002

A-LANDSLIР                    
Freyja Birkisdóttir 2006

Burðarmynd: Hluti af æfingahóp sundsambandsins í janúar sl.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar