Um 160 konur mættu prúðbúnar til leiks í kvennatölt

Kvennatölt Spretts og Mercedes Benz var haldið laugardaginn 13. apríl í Samskipahöllinni í Kópavogi.

Viðburður sem hefur fest sig í sessi hjá konum á öllum aldri

Um 160 konur mættu prúðbúnar til leiks og keppt var í fimm flokkum. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi hjá konum á öllum aldri sem koma víðsvegar að af landinu. Að vanda var mótið hið glæsilegasta, keppendur voru til fyrirmyndar og gleðin við völd innan vallar sem utan.

Viðburður sem þessi krefst mikillar skipulagningar, sjálfboðaliða sem vilja leggja sitt af mörkum og fyrirtæki sem styrkja viðburðinn eða veita vegleg verðlaun.

Kvennatöltsnefnd Spretts vill þakka öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir sitt framlag. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá viðburðinum sem Einar Valur Einarsson og Anna Guðmundsdóttir tóku fyrir Hestamannafélagið Sprett.

Í stjórn kvennatöltins eru þær Anna, Jónína, Oddný, Ásgerður formaður, Matthildur, Auður og á myndina vantar Ilvu.
Pálína Margrét og Ásdís
Auður Stefánsdóttir
Þórunn og Gígja
Úrslit T3, B-úrslit. F.v. Sigurbjörg Jónsdóttir og Alsæll, Erla Katrín og Harpa, Oddný og Gígja, Erna og Leiknir og Hrafnhildur og Loki
Eydís Ósk og Heiða
Bettina og Fengur
Kristín á Strípu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar