33 gámar taka á móti vorhreinsun Garðbæinga

Eins og síðustu ár eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu átaki í maímánuði. Að þessu sinni verður vorhreinsunarátakið dagana 8.- 21. maí, en undanfarnar vikur hefur annað átak, hreinsunarátak, verið í fullum gangi þar sem Garðbæingar eru hvattir til að taka þátt í að hreinsa sameiginleg svæði. 

Vorhreinsun lóða hefur vaxið í umfangi ár frá ári, í fyrra var gert ráð fyrir 20 milljón krónum í verkefnið en vegna umfangs fór það fjórum milljónum fram yfir áætlun. Í ár er gert ráð fyrir um 25% hagræðingu.

Þá er ótalin losun frá stórvirkum vinnuvélum sem eru að störfum í öllum götum bæjarins í langan tíma í maí til að taka á móti öllum úrgangi. 

Að þessu sinni mun Garðabær koma fyrir ríflega 30 gámum um bæinn til að taka á móti garðaúrgangi sem íbúar koma sjálfir í gámana. Fjöldi gáma endurspeglar þann mikla dugnað sem Garðbæingar hafa sýnt í vorhreinsun sinni, en í nágrannasveitarfélögum eru gámarnir talsvert færri.

Íþróttafélög og félagasamtök í Garðabæ hafa haft það til skoðunar að vera með fjáröflun og aðstoða fólk við að koma úrgangi í gámana. Ef af verður munu félögin auglýsa það sjálf. 

Eldri borgurum og þeim sem þurfa aðstoð við að koma garðaúrgangi í gámana er bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Garðabæjar, sem verður þeim innan handar.

Forsíðumynd: Björg Fenger bæjarfulltrúi og Stella Stefánsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar plokka í Urriðaholti á dögunum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar