HK eru deildarmeistarar

Leika í Olísdeildinni á næsta tímabíli


HK eru deildarmeistarar Grill 66 deildar karla í handbolta, en drengirnir tryggðu sér titilinn í gærkvöldi er þeir lögðu Fram U, örugglega 29-16. Þar með mun HK leika í deild þeirra bestu, Olís deildina, á næsta tímabili.

16 sigrar og 2 töp

HK strákarnir hafa spilað mjög vel í vetur, 16 sigrar, 2 töp, þéttur hópur og frábær spilamennska undir dyggri stjórn þeirra Elíasar og Árna. 

Drengirnir í HK byrjuðu leikinn í gærkvöldi á rólegum nótum og voru undir eftir um stundarfjórðung. Hægt og bítandi nálguðust þeir svo Fram, tóku yfirhöndina og héldu svo öruggri forystu út leikinn. Gleðin tók svo öll völd þegar leiktíminn rann út, langt en skemmtilegt tímabil að baki og Olís deildarsætið gulltryggt! Til hamingju HK.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar