Stóri Plokkdagurinn var haldinn sl. sunnudag en hann var nú haldin í sjöunda sinn. Stóri Plokkdagurinn hefur á nokkrum árum orðið einn af íslensku vorboðunum en hann er alla jafna haldin síðasta sunnudag í apríl. Langflest sveitarfélög landsins taka þátt í verkefni þá nýtir fjöldi fyrirtækja daginn og daganna í kring til að taka til hendinni og sama á við um hverfa- og félagasamtök ýmiskonar. Í ár var metþátttöka enda mátti sjá bæjarbúa víða á ferð að plokka.
Einar Bárðarson er upphafsmaður Stóra plokkdagsins, en það var Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipulagði daginn með aðstoð Einars og atfylgi Landsvirkjunnar og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Garðar og Hof tóku höndum saman
Í Garðabæ tóku Rótarýklúbbarnir Hof og Garðar höndum saman og plokkuðu við Vífilsstaði og var síðan öllum vinnandi höndum boðið í grillpartý á eftir. Almar Guðmundsson bæjarstjóri mætti, opnaði verkefnið og plokkaði að sjálfsögðu.
Forsetinn plokkaði á Álftanesinu
Þá plokkaði Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands á Álftanesinu með Rauða Krossinum, en Guðni Th hefur sannarlega verið ötull plokkari og einn af lykilfólkinu í því að gera plokkið jafn vinsælt og raun ber vitni.
Forsíumynd. Einar Bárðarson forsprakki Stóra plokkdagsins í stuði