Tíkallarnir hófu golfsumarið hjá GKG

Golfsumarið er hafið en GKG opnaði Mýrina í morgun og á laugardaginn verður Leirdalurinn opnaður. ,,Vellirnir okkar koma vel undan vetri í ár og framundan er skemmtilegt golfsumar,“ segir Úlfar Jónsson, golfkennari og þjónustustjóri GKG, en það voru Tíkallarnir sem hófu fyrstir leik á Mýrinni í morgun kl. 09. Tíkallarnir eru 16-18 manna hópur sem leika golf flesta daga ársins.

Vellirnir viðkvæmir svo sýnum þeim virðingu

Úlfar bendir á að þótt sé búið að opna vellina þá séu þeir viðkvæmir og verða golfbílar ekki leyfðir fyrr en vallarstjóri gefur grænt ljós. Félagsmenn eru hvattir til að ganga vel um vellina og t.d. að gera við öll boltaför sem þeir sjá auk þess að þeir sýni gott fordæmi og tíni upp allt rusl sem þeir sjá og setja í rusladalla.

Annað brot er viku frávísun frá völlum GKG

Reikna má með að það verði mikið að gera á völlunum í sumar og vellirnir mikið bókaðir og í því ljósi verður öflugt eftirlit með því að kylfingar mæti á skráða rástíma, það er dapurt að sjá laus pláss í hollum sem eru fullbókuð. Fyrst brot er áminning og annað brot er viku frávísun frá völlum GKG.

Örn sló upphafshöggið á Mýrinni í ár sem var hnitmiðað og beint á braut
Mýrin var opnuð í morgun og fyrstir á teig voru Tíkallarnir. Leirdalurinn verður svor opnaður á laugardaginn. F.v. Jóhannes, Ingólfur, Jónatan og Örn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar