Jazzþorpið á Garðatorgi í Garðabæ er dagana 3.- 5. maí 2024 og er aðgangur ókeypis og allir velkomin.
Dagskrá Jazzþorpsins lítur svona út. Algjörlega geggjuð dagskrá.
Föstudagur 3. maí
Kl. 18 – Opnun Jazzþorpins á litla sviði
Jazzþorpið sett af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni ásamt þorpsfógetanum Ómari Guðjónssyni.
Píanótríó jazzmeistara Þóris Baldurssonar. Þeir Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Fúsi Óttarsson á trommur koma fram með Þóri.
Jazzveitingasala opnar, jazzplötubúð, antik hljóðfærahús og gítarsmiður. Kósístofur Góða hirðisins bjóða gesti velkomna til að dvelja vel og lengi í Jazzþorpinu 2024.
Kl. 20 – Los Bomboneros Latinhljómsveit sem kemur öllum Garðbæingum og gestum þeirra í réttu föstujazzstemninguna með tónleikum á stóra sviðinu.
Fram koma: Alexandra Kjeld á kontrabassa og söng, Daníel Helgason á tresgítar og rafgítar, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu og fiðlu,Tumi Torfason á trompet, Sólveig Morávek á flautu og klarinett og Matthías Hemstock á slagverk.
Kl. 22 – DJ – Ingibjörg Elsa Turchi Jazzstjarnan spilar víniljazzplötur á litla sviði í lok kvölds.
Laugardagur 4. maí
Kl. 11 – Þorpið opnar, dagskrá frá kl. 12 – 18:30 á litla sviði
Jazzkaffi og kruðerí, Kristinn Soð reiðir fram jazzmat, jazzdrykkir og kósíheit áður en dagskrá hefst. Gítarsmiður og hljóðfærabúð ásamt Lucky Records taka vel á móti áhugasömum.
Kl. 12 Kári Egilsson tríó Einn fremsti jazzpíanisti ungu kynslóðarinnar kemur fram með píanotríó sínu. Ásamt Kára leika þeir Matthías MD Hemstock á trommur og Nico Moreaux á kontrabassa.
Kl. 13 Sunna Gunnlaugs tríó Píanótríó Sunnu leikur tónlist sína fyrir gesti þorpsins en þau hefja Evróputúr sinn í Garðabæ! Með Sunnu leika þeir Scott Mclemore á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.
Kl. 14 Magnús Jóhann & Óskar Guðjónsson Heitir úr hljóðveri og kynna fyrir þorpsgestum nýja afurð sem mun líta dagsins ljós í haust.
Kl. 15:30 Jazzspjall með Vernharði Linnett Vernharður segir okkur góðar skemmtisögur af frægum erlendum jazzstjörnum sem komu fram á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar.
Kl. 18 Jazz-gettu-betur Jazzarar láta reyna á sína jazzvisku.
Kl. 20 á stóra sviði – Ragnheiður Gröndal og Árabátanir – Konur og upphaf sveiflunnar Tónlist sem allir þekkja frá miðbiki síðustu aldar þegar fyrstu sveiflu-söngkonurnar litu dagsins ljós á Íslandi. Tónlist sem yljar, gleður og lyftir andanum.
Með Ragnheiði verða þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Haukur Gröndal á saxófón Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa og Erik Quick á trommur.
Kl. 22 á litla sviði – DJ-Ingibjörg Elsa Turchi Víniljazzplötum þeytt af bassaleikaranum.
Sunnudagur 5. maí – Chet Baker dagurinn
Kl. 11– Þorpið opnar. Veitingasala og búðir, dagskrá á litla sviði frá 12-18:30
Kl. 12 – Silva og Steini flytja Chet Baker með sínu nefi Með þeim til halds og traust verða þeir Andri Ólafsson á kontrabassa og Matthías MD Hemstock á trommur.
Kl. 14.30 – Jazzspjall með Steingrími Teague Líf og list Chet Baker.
Kl. 15:30 – Ungir jazza Nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar koma fram.
Kl. 18 – Úrslit Jazz-gettu-betur
Kl. 20 á stóra sviði – Bríet, GDRN, KK og Sigríður Thorlacius syngja Chet Baker ásamt hljómsveit Tómasar R. Í hljómsveit Tómasar verða þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Snorri Sigurðarson á trompet og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur.
Góði hirðirinn er í samstarfi við Jazzþorpið í Garðabæ. Öll húsgögn og smámunir til sölu. Náttúruvín frá Vínstúkan Tíu Sopar, Kraftbjór frá Mói Ölgerðarfélag, Jazzkaffi frá Te&kaffi, Kristinn soð reiðir fram lauféttan mat. Lucky Records jazzplötubúð. Gítarsmiður að störfum og Antik hljóðfærabúð.