Ýmissa grasa kennir á Loppumarkaði Lions á Garðatorgi

Nú um helgina, laugardaginn 6. apríl munu Seylufélagar halda markað, Lionsloppan verður staðsett á Garðatorgi og verður markaðurinn opinn frá 11-16. Þar mun kenna ýmissa grasa, alls kyns fatnaður, skór og skart, bækur, spil, búsáhöld og leikföng munu öðlast endurnotkun og sporna gegn sóun. ,,Við hvetjum alla í nánasta umhverfi til að kíkja á markaðinn á laugardaginn og taka þátt í hringrásarkerfinu,“ segir Rut Helgadóttir hjá Lionsklúbbnum Seylu.

Lionsklúbburinn Seyla á Álftanesi  var stofnaður vorið 2012 . Skráðir félagar í dag eru 22 konur á öllum aldri. Eins og með önnur Lionsfélög er áhersla lögð á að styrkja og styðja við ýmis félagasamtök og enstaklinga með ýmsu starfi og fjárstyrkjum. ,,Fastur liður er t.d fjöruhreinsun á Álftanesi, golfmót á vorin og sörubakstur fyrir jólin. Allur ágóði klúbbsins fer í líknarsjóð sem síðan er úthlutað úr. Alþjóða- og íslenski hjálparsjóður Lions fær hluta af innkomu líknarsjóðs en einnig minni félög eins og endurhæfingamiðstöð Ljóssins, Blindrafélagið o.fl. Einstaklingar, Álftanesskóli og skátafelagið á Álftanesi hafa einnig notið góðs af. Að taka þátt í hringrásarkerfinu, forðast bruðl og sóun hefur rutt sér til rúms undanfarin ár og fólk er farið að hugsa meira um endurnýtingu, þar hefur t.d. Lionshreyfingin í Danmörku komið sterk inn enda loppumarkaðir mjög algengir þar og nú munum við taka þá okkur til fyrirmyndar,“ segir Rut og nú er bara um að gera að mæta á loppumarkaðinni á Garðatorgi á laugardaginn og styðja við gott málefni.

Lionsklúbburinn Seyla á Álftanesi var stofnaður vorið 2012 og eru skráðir félagar í dag 22 konur á öllum aldri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar