Stjórn Golfklúbbsins Odds hvetur Vegagerðina að sinna hlutverki sínu og tryggja öryggi þeirra sem koma gangandi á golfvellina í umsjón Odds

Stjórn Golfklúbbsins Odds sendi nýverið ályktun á Vegagerðina þar sem hún er hvött til að sinna hlutverki sínu og tryggja öryggi þeirra sem koma gangandi á íþróttavelli í umsjón GO.

Á golfvöllum GO leika um 600 manns daglega golf og uppbygging á göngustígakerfa í nágrenni við íþróttasvæði GO í Urriða-holti er líkleg til að auka umferð gangandi vegfarenda og iðkenda sem sækja vilja ásvæðið frá Urriðaholti og nágrenni. Stjórnin telur auðsynlegt er að tryggja öryggi þeirra og skoða hvernig hægt er að hægja á umferð við aðkomu að íþróttasvæði GO.

Ályktun stjórnar Golfklúbbs Odds vegna ástands Elliðavatnsvegar 410: ,,Nú líður hratt að því að starfsemi hefjist á golfvöllum Golfklúbbs Odds, Urriðavelli og Ljúflingi um mánaðarmótin apríl, maí. Á golfvöllunum leika um 600 manns dagelga golf og fjöldi barna sem og annara iðkenda á vellinum sem koma til okkar fótgangandi eykst nú ár frá ári með fjölgun íbúa í Urriðaholti. Má gera ráð fyrir að umferð gangandi vegfarenda yfir veginn muni aukast verulega í sumar þegar gangstígakerfi hverfisins, næst golfvellinum, hefur að mestu verið klárað.

Stjórn Golfklúbbs Odds hvetur Vegargerðina til aðs inna hlutverki sínu og tryggja öryggi þeirra sem koma gangandi á íþrótta- velli í okkar umsjón, annað hvort me þrengingum eða öðrum aðgerðum sem til duga til að hægja á umferðarhraða við aðkomu að íþróttasvæðinu.

Fh. stjórnar Golfklúbbs Odds, Kári Sölmundarson formaður.”

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar