Lúðvík Örn tekinn við sem bæjarritari

Lúðvík Örn Steinarsson, hóf störf sem sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Garðabæjar í síðustu viku.

Frá sama tíma lætur Guðjón Erling Friðriksson af störfum bæjarritara (sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs).
Guðjón Erling mun starfa áfram hjá Garðabæ næstu mánuði við frágang verkefna og undirbúning og framkvæmd forsetakosninga sem fyrirhugaðar eru 1. júní.

Verkefni sviðs fjármála- og stjórnsýslu eru erindrekstur stjórnsýslu, lögfræðiþjónusta, fjármálastjórnun, bókhald og mannauðs- og kjaramál.

Lúðvík Örn hefur lokið kandídatsprófi frá Háskóla Íslands og málflutningsleyfi sem hæstaréttarlögmaður. Lúðvík Örn hefur rekið eigin lögmannsstofu frá árinu 1996. Hann hefur áratugareynslu af stjórnarstörfum, hefur gegnt stjórnarformennsku og komið þar m.a. að endurskipulagningu stórra fyrirtækja. Hann hefur langa reynslu af samningagerð, lestri ársreikninga og framkvæmd greininga á rekstri. Sem lögmaður hefur Lúðvík Örn rekið mikinn fjölda dómsmála, stjórnsýslumál, hann hefur setið í stjórnum opinberra sjóða, gegnt stjórnarformennsku í stjórn Tryggingasjóðs og sinnt trúnaðarstörfum í nefndum og ráðum fyrir Garðabæ. Þá hefur Lúðvík Örn reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu úr störfum sínum sem framkvæmdastjóri lögmannsstofu og sem stjórnar-maður.

Forsíðumynd: Guðjón Erling og Lúðvík Örn er hann tók við sem bæjarritari Garðabæjar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins