Stefnt á að opna Heilsugæslu Garðabæjar fyrri partinn í maí

Heilsugæslan í Garðabæ hefur nú verið lokuð frá 7. mars sl. eða allt frá því að eldur kom upp á Snyrtistofunni á Garðatorgi sem er staðsett fyrir neðan heilsugæsluna, sem varð þess valdandi að fínt sót lá yfir öllu og vond lykt var um alla stöðina. Nú eru viðgerðir og endurnýjun á húsnæðinu langt komnar og áformað er að stöðin flytji aftur inn í húsnæðið fyrripart maí.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar