Viltu vinna 30.000 kr. inneign upp í ferð til Ítalíu? Ferðakynning ÚÚ í Hlíðasmára 19 í dag

Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður bæjarbúum upp á ferðakynningu á tveimur dásamlegum ferðum til Ítalíu í húsakynnum sínum að Hlíðasmára 19 fimmtudaginn 18. apríl kl. 16:00.

Í boði verður bókunarafsláttur, happdrætti og fleira, en gestir geta unnið 30.000 kr. inneign upp í ferð til Ítalíu

Ferðir sem verða kynntar eru: 

Gardavatn og nágrenni 

Frábær 9 nátta ferð í yndislegri náttúrufegurð við Gardavatnið. Skoðunarferðir til Feneyja, Veróna, Brescia o.fl. ásamt vínsmökkunum. Gistu í kastala í draumaferð á Ítalíu. Nánar um ferð hér https://uu.is/ferd/gardavatn-og-nagrenni-2024/

Bærinn Sirmione er vinsæll áfangastaður ferðalangavið Gardavatn

Lago Maggiore og ítölsku vötnin 

Dásamleg 9 nátta ferð þar sem nokkrar af helstu vatnaperlum Ítalíu verða skoðaðar. Heilsdagsskoðunarferðir um Comovatn, Ortavatn og fleira. Upplifðu sumarsól og sveitafegurð Ítalíu. Nánar um ferð hér https://uu.is/ferd/itolsku-votnin-2024/

Hér eru nokkur orð sem Margrét Laxness fararstjóri í vatnaferðinni tók saman eftir samskonar ferð í fyrra.

,,Þessi ferð er farin á virkilega skemmtilegar slóðir – ég fór með hóp á þessum tíma 2023 og hópurinn var mjög ánægður með ferðina.

Ég myndi segja að þessi ferð sé fullkomin blanda skemmtilegra skoðunarferða um gríðarlega fallegar slóðir og frjálsra daga með möguleika á slökun á afar fallegum sundlaugarbakka. Síðan fyrir þá aktívu er margir möguleikar að eyða frjálsu dögunum. Hægt að sigla til nærliggjandi bæja og skoða sig um þar – taka einn dagspart í að sigla út í Isola Madre sem er einn skrúðgarður ægifagur.

Dvalið er í bænum Baveno við Maggiore vatnið, ákaflega fallegt umhverfi og bærinn er lítill og þægilegur. Hotel Simplon er mjög gott 4 stjörnu hótel – dvöldum þar í fyrra og almenn ánægja með hótelið. Morgunverðinn er er hægt að borða á svölum með mjög fallegu útsýni til fjalla og vatns, og sundlaugagarðurinn er sannkallaður skrúðgarður með góðri sundlaug og sundlaugabar.

Örstutt er að ganga í miðpunkt litla bæjarins þar sem eru margir veitingastaðir við vatnsbakkann þar sem yndislegt er að fá sér kvöldverð á frjálsu dögunum. 

Skoðunarferðirnar eru frekar þægilegar –

skoðunarferðin til Como vatns er lengsti dagurinn en náttúrufegurðin alveg stórkostleg og bæirnir fallegir.

Ferðin út á eyjarnar 2 við Bavenobæinn er alveg sérstaklega yndisleg, stórkostlegir skrúðgarðar og náttúrufegurð

Lago di Orta er sannarlega falinn gimsteinn og þessar tvær ferðir eru frekar afslappaðar og þægilegar.

Á frjálsu dögunum í Baveno er hægt að slaka á við sundlaugina – en svo eru margir möguleikar fyrir þá sem langar skoða meira. 

Það er t.d. upplagt að sigla út í Isola Madre (ein af eyjunum nálægt Baveno) – sem er öll einn skrúðgarður eða sigla yfir til annarra bæja við vatnið svo sem  – mjög einfalt að taka bátana.

Svo síðast en ekki síst heimsækjum við Bergamo í lokin – virkilega falleg smáborg  með ríka sögu og margt að skoða,“ segir hún.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar