Bestu kokkar landsins fóru á kostum í IKEA

Það skapaðst skemmtilegt stemmning í IKEA í síðustu viku þegar keppnin Kokkur ársins 2024 var haldin í þriðja sinn í versluninni dagana 11.-14. apríl. Fimm fullbúin eldhús voru sett uppá sjálfsafgreiðslulagernum þar sem fremstu kokkar landsins kepptu og matreiddu forrétt, aðalrétt og eftirrétt fyrir dómara. Að auki fengu 60 heppnir gestir að gæða sér á réttunum.

Hinrik Örn er kokkur ársins

Það var Hinrik Örn Lárusson hjá Lux veiting um sem sigraði í keppn inni Kokk ur ársins árið 2024. Ísak Aron Jóhannsson ZAK veitingar hafnaði í öðru sæti og Wiktor Pálsson hjá Speilsa lenti í Noregi lenti í þriðja sæti.
Keppnin var spennandi en Hinrik Örn var ekki bara útnefndur besti kokkur landsins því hann hlaut einnig þátt tökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2025. Þess má geta að keppendur nutu aðstoðar fyrsta árs nema í Hótels- og veitinga skól ans í MK.

Grænmetiskokkur ársins er Bjarki Snær

Það var Bjarki Snær Þorsteinsson frá Lux veitingum sem vann titil inn Grænmetiskokkur ársins 2024 fyrstur allra en þetta er í fyrsta sinn sem keppt eru um titillinn. Monica Daniela Panait hjá Hóteli Geysi hafnaði í öðru sæti og Þórarinn Eggertsson hjá Smakkveiting um lenti í þriðja sæti.

Hinrik Örn Lárusson
Bjarki Snær Þorsteinsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins