Höfðu umsjón með forgöngu kvenfélaga

Kvenfélag Garðabæjar hafði nú umsjón með forgöngu kvenfélaga innan Kvenfélagasambands Guxllbringu og Kjósarsýslu kallað KSGK.

Margir spyrja sig kannski hvar er Gullbringu og Kjósarsýsla, hún er Reykjanesið allt upp í Kjós. Um fjörutíu konur frá kvenfélögum Álftaness, Vogum, Garði, Keflavík, Sandgerði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Kjós og Garðabæ, en Grindavíkurkonur áttu ekki heimangengt vegna íbúafundar um jarðskjálfta og náttúruvá. Gangan var jafnframt fræðsla um sögu og umhverfi Vífilsstaða í leiðsögn Erlu Biljar Bjarnardóttur í yndislegu veðri.
Gæddu sér á súpir og brauði eftir gönguna

Endað var í golfskála GKG, þar sem konur gæddu sér á súpu og brauði. Helena Jónsdóttir formaður Kvenfélags Garðabæjar og jafnframt gestgjafinn bauð konur velkomnar í Garðabæinn óskaði eftir að hver hópur félags-kvenna stæðu upp myndaðist góð stemning er klappað var fyrir þeim. ,,Sáum við þá hverjar voru frá hvaða félagi, enda höfðu konur gaman saman,“ segir Helena.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar