FEMMEN kvenfataverslun opnar í Hamraborginni

Í byrjun maí opnaði lítil og falleg kvenfataverslun, FEMMEN að Hamraborg 5, en verslunin selur fatnað, fylgihluti, skó og snyrtivörur fyrir konur.

,,Við erum aðallega með skand-ínavíska hönnun og seljum merki eins og My essential wardrope, Saint tropez, Soaked in luxury, Kaffe, Jodís, Vagabond og Treats. Eins erum við með umhverfisvænar snyrtivörur frá Lettlandi sem eru unnar úr grænum ferskvatnsleir. Markmið okkar er að vera með fallegar og vandaðar vörur og persónulega þjónustu,” segir Auður Eva Ásberg eigandi FEMMEN.

,,Við erum alveg rosalega ánægð að vera búin að opna í Hamraborg og hlökkum mikið til komandi tíma. Eins stefnum við á að opna vefverslun FEMMEN í sumar en þá verður hægt að nálgast allar okkar vörur á netinu,” segir hún.

Hamraborgin er sjarmerandi svæði með ákveðna sögu

En af hverju varð Hamraborgin fyrir valinu? ,,Ég upplifi Hamraborgina sem sjarmerandi svæði með ákveðna sögu, ég held að hún eigi bara eftir að vaxa með aukinni uppbyggingu í kring og vonandi get ég verið partur af því,” segir Auður sem er spennt að vera komin í Kópavoginn. ,,Ég er ekki Kópavogsbúi en mér finnst Kópavogurinn mjög sjarmerandi og hlakka til að kynnast bæjarfélaginu og íbúum þess betur. Mér bauðst þetta húsnæði í Hamraborg og ég hugsaði bara af hverju ekki? Það var svo sem ekki á stefnuskránni að opna tískuvöruverslun en þegar mér áskotnaðist þetta pláss og ákvað ég að slá til. Mér finnst persónulega gott að versla í minni verslunum þar sem er persónuleg þjónusta og minna áreiti en það sem skapast oft í stærri búðum,” segir hún brosandi.

Bliss, búbblur og sértilboð

,,Framundan er líka allskonar skemmtilegt og munum við bjóða saumaklúbbum, vinkonuhópum og vinnustöðum uppá “vinkonukvöld” eftir opnunartíma þar sem boðið er uppá Bliss, búbblur og sértilboð á vörum,” segir Auður, en hægt er að senda póst á [email protected] til að bóka slíkt kvöld eða fá nánari upplýsingar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar