Garðbæingar elska cappuccino og croissant

Te&Kaffi er rótgróðið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984, en það hefur lengi verið leiðandi á íslenskum kaffimarkaði og að sjálfsögðu eru eigendur þess og helstu stjórnendur Garðbæingar.

Garðbæingar höfðu lengi beðið eftir alvöru kaffihúsi þegar þið loks opnuðu Te&Kaffi á Garðatorgi fyrir ári síðan. Hafa móttökurnar verið eftir því, bæjarbúar verið duglegir að sækja í kaffihúsið? ,,Já, móttökurnar hafa verið alveg frábærar og við erum alveg í skýjunum með viðtökurnar. Það hefur lengi verið draumur hjá okkur fjölskyldunni að opna kaffihús í heimabænum og við erum rosalega stolt af útkomunni,” segir Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te&Kaffi.

Þið rekið átta kaffihús undir merkjum Te&Kaffi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað sem hefur komið á óvart við reksturinn í Garðabæ miðað við önnur kaffihús sem þið rekið? ,,Nei, í raun og veru ekki, við höfum mikla reynsla á rekstri kaffihúsa og vitum hvað þarf til svo að allt gangi upp. Auðvitað hefur þetta fyrsta ár verið svolítið litað af faraldrinum en við opnuðum þegar covid var í dvala en þurftum svo að taka upp grímuskyldu og takmarkanir í haust og byrjun þessa árs sem var gríðarlega erfiður tími. Núna er allt orðið eðlilegt aftur og vonandi þurfum við ekki að upplifa samkomutakmarkanir aftur.”

Og þið ákváðuð að fara alla leið þegar þið opnuðu í Garðabæ, breyttu aðeins útlitinu, eruð með lengri opnunartíma og leggið einnig áherslu á kvöldin þar sem þið bjóðið upp á léttvín, bjór og osta? ,,Við lögðum mikla vinnu í að uppfæra útlit þegar við hönnuðum kaffihúsið á Garðatorgi og vorum mjög ánægð með útkomuna. Vildum líka prófa að hafa opið á kvöldið og leggja áherslu á vín, bjór, ostabakka ofl. Það hefur verið tekið mjög vel í það hjá okkur og okkur hlakkar til halda áfram með það í sumar. Einnig vorum við með lifandi tónlist á fimmtudagskvöldum í haust sem okkur langar til að byrja aftur með bráðlega.”

Hvað með vöruúrvalið hjá ykkur á kaffihúsunum, er það alltaf eitthvað að breytast? ,,Já, við reynum að koma inn með nýjungar reglulega. Nú eru sumardrykkir að koma á kaffihúsin okkar og svo erum við alltaf að vinna að nýju meðlæti. Það verða margar nýjunar hjá okkur á næstu vikum og mánuðum.”

En fyrir utan fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum og tei hvaða vara er það þá sem er hvað vinsælust og þarf alltaf að vera til? ,,Það eru margar vörur hjá okkur sem við reynum að eiga alltaf til eins og beyglur með avocato, skonsur og sörur en croissant er vinsælasta varan okkar. Garðbængar elska cappuccino og croissant,” segir hann brosandi.

Sumarið er gengið í garð og þið stefnið að því á næstu vikum að geta boðið gestum upp á að sitja úti í sólinni með kaffibollann, sólpallur í vinnslu? ,,Við erum að vinna í því með bænum og húsfélaginu að fá leyfi fyrir útisvæði í sumar. Vonandi verður það komið sem fyrst og þá verður hægt að njóta í sólinni í sumar.”

Þannig að þið eruð ánægð með þetta fyrsta ár í Garðabæ? ,,Já, svo sannarlega og ég vona að bæjarbúar séu ánægðir með okkur líka,” segir hann.

Það hefur lengi verið draumur hjá okkur fjölskyldunni að opna kaffihús í heimabænum og við erum rosalega stolt af útkomunni á Garðatorgi segir Halldór.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar