Hægra ruglið í Garðabæ

Þegar ég flutti í bæinn fyrir hartnær 20 árum skrifaði ég grein Í Garðapóstinn með þessari fyrirsögn. Fór um marga enda kannast fæstir við eitthvað hægra rugl í bænum. En það var nú samt og er ennþá.

Er þar átt við þennan úrelta hægri rétt sem enn er glímt við á nokkrum götum bæjarins. Var eitt sinn til að flýta umferð, en í dag er fyrirbærið í besta falli vandræðalegt. Það virðir þetta enginn og margir sem vita ekki einu sinni hvað þetta er. Búið að útrýma þessu í Mýrunum og víðast hvar annars staðar. En lifir enn t.d. í Byggðum, Móum og Lundum. Við íbúarnir virðum þetta en þar með er það upptalið og bara keyrt yfir þig ef á þetta er látið reyna.

Er ekki bara hægt að jarða þetta rugl fyrir fullt og fast?

Haukur Magnússon

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar