50 ára afmælissýning MK

Leikfélag Menntaskólans í Kópavogi frumsýnir söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Gaflaraleikhúsinu, sunnudaginn 12. mars.

Sýningin er óvenju vegleg í ár vegna afmælis skólans og hefur uppsetningin verið styrkt af ýmsum fyrirtækjum og Menningarsjóði Kópavogs, Mekó.Með aðalhlutverk fara Karl Guðjón Bjarnason, Viktoría Björt Jóhannsdóttir,

Jökull Máni Jóhannsson, Einar Atli Heiðarsson og Bergur Kári Björnsson. Verkið er í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmsso-nar og Sif Bachmann samdi dansa og sá um sviðshreyfingar. Ólafur Þór Þorsteinsson, sögukennari sá um söng- stjórn og Lilja Dögg Gunnarsdóttir þjálfaði söng. Um búninga sá Guðrún Sjöfn Axelsdóttir.

Vel hefur tekist til með uppsetninguna og verkið er bráðskemmtilegt og fjörugt. Aðeins verða 4 sýningar í boði 12.-15. mars og miðar eru seldir Tix.is.

Ólafur Þór, Bergur Kára og Viktoría Björt
Karl Guðjón og Hjördís Silja

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar