Miklu betra fyrirkomulag

Ragnar Magnús Ragnarsson íbúi í Kórahverfi er hæst ánægður með nýja fyrirkomulagið á hátíðarhöldunum á 17. júní í Kópavogi. Hann segir það létta á öllu að geta gengið að heiman á hátíðarsvæðið, þar sé gott yfirlit yfir svæðið og börnin frjálsari. ,,Mér finnst þetta fyrirkomulag að halda hátíðarhöldin út i hverfum bæjarins miklu betra, allt mikið aðgengilegra og þægilegra. Við hjónin gátum til að mynda haft góða yfirsýn bæði yfir svæðið og strákana sem voru frjálsari og við um leið áhyggjulausari,” segir Ragnar.

Hann segir fjölskylduna mjög ánægða í alla staði, strákarnir hitti vini sína, þau nágrannana sem sé ánægjulegt. ,,Svo má nú ekki gleyma að allar raðir eru styttri svo allir njóta sín mikið betur,” bendir Ragnar á.
Hann hlakkar til að njóta hátíðarhaldanna í hverfinu og bætir við að það sé tvöfalt fagnaðarefni þennan dag því þau hjónin eigi brúðkaupsafmæli. ,,Svo nú þegar við bjóðum vinum og fjölskyldu heim þá getum við einnig boðið upp á hátíðaröldin í bakgarðinum hjá okkur svo allir fá eitthvað við sitt hæfi,” segir Ragnar að lokum.

Forsíðumynd: Ragnar og synir hans, Hinrik Ari og Kristján Ingi.

Hinrik Ingi í stuði á 17. júní hátíðarhöldunum í fyrra í Kórnum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar