Hæfingarstöðin Dalvegi er 20 ára um þessar mundir. Starfsfólk þar vinnur ýmis verkefni en með hæfingu er átt við starfs- og félagsþjálfun í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Lögð er áhersla á þjálfun sem viðheldur og eykur starfsþrek, sjálfstæði í vinnubrögðum og félagslega færni.
Í tilefni afmælisins er opinn handverksmarkaður í hæfingarstöðinni sem er til húsa að Dalvegi 18. Markaðurinn er opinn á opnunartíma hæfingarstöðvarinnar, frá kl. 08.00-16.00.
Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri Kópavogsbæjar kíkti í heimsókn í tilefni afmælisins og hitti þá Jón Kristján Rögnvaldsson skrifistofustjóra starfsstöðva og Þórð Guðmundsson yfirþroskaþjálfa á Hæfingastöðinni.
Fyrir áhugasöm er vert að benda á að aðkoman er í porti bakvið húsið.