Yoga og Pilates hafa andlega og líkamlega ávinninga

Yoga Líf heilsusetur flutti nýlega í glæsilegt húsnæði að Hlíðasmára 17 en jógastöðin er bæjarbúum að góðu kunn en hún var áður með starfsemi sína í Hamraborg 10.

Jarðtenging, núvitund og hugarró

Vilborg Anna Hjaltalín sjúkraþjálfari, Pilates og yogakennari stofnaði Yoga Líf árið 2017, en það hefur löngum verið sagt að góða heilsa sé lykillinn að hamingju og vellíðan og Kópavogspósturinn spurði hana m.a. að því hvort jóga og Pilates stuðlaði að betri heilsu og af hverju? ,,Yoga og Pilates hafa bæði andlega og líkamlega ávinninga. Í Yoga reynum við að skoða okkur sjálf, auka sjálfsþekkingu okkar. Með því að setja fókusinn inn á við aukum við næmnina á okkur sjálfum og öðlumst meiri tengingu við tilfinningar, huga og líkama. Með þessu öðlumst við meiri jarðtengingu, núvitund og hugarró. Sýnt hefur verið fram á að Yoga getur minnkað kvíða og stress auk þess sem það getur aukið hæfileika okkar við að einbeita okkur. Auk þessara andlegu ávinninga hefur Yoga fjölmarga líkamlega ávinninga. Yoga gefur okkur aukna mýkt, liðleika og styrk, smyr liði, liðbönd og sinar, gefur innri líffærum nudd, mótar líkamann og gefur aukna lungnarýmd,” segir Vilborg og bætir við: ,, Pilates er frábært æfingakerfi sem eykur styrk og liðleika. Pilates leggur áherslu á djúpvöðvakerfi líkamans ( kjarnvöðvana ) og styrkir þannig líkamann innan frá og gefur góðan stuðning við hryggsúluna. Þetta eru góðar æfingar fyrir stoðkerfið því æfingarnar eru mjúkar, högg á liði, liðbönd og sinar er lítið en þó eru þær mjög áhrifaríkar og styrkjandi, gefa betri líkamsstöðu og líkamsvitund og mótar líkamann. Æfingarnar eru gerðar í takt við öndunina og því geta þær einnig haft spennu og streitulosandi áhrif og aukið lungnarýmd.”

Kennarar Yoga líf ásamt Vilborgu Önnu sem er sitjandi fyrir miðju

Yoga og Pilates fer mjög vel saman

En hver er munurinn á jóga og Pilates og fer þetta vel saman og eru margir ólíkir tíma í boði hjá ykkur? ,,Í Yoga er meiri andlegur fókus en í Pilates, þar er verið að leita meira að þess-ari tengingu líkama, tilfinninga og huga. Í Yoga er mikil áhersla lögð á að ná meiri hugarró, jarðtengingu og núvitund. Einnig er mikil heimspeki og siðfræði tengd yogafræðunum þar sem leitast er við að hreinsa hugann frá fýsnum veraldlegra gæða og nautna, vera heill, nægjusamur og hreinn í hugsun. Þar er leitast við að verða besta útgáfan af sjálfum þér. Líkamlegir ávinningar eru þó einnig fjölmargir eins og áður segir.
Pilates leggur meiri áherslu á líkamlega þáttinn að styrkja stoðkerfið, teygja stutta vöðva og styrkja vöðva sem eru veikir og bæta þannig líkamsstöðu og líkamsvitund sem getur þannig haft góð áhrif á líkamlega líðan, gefið meiri styrk og minni verki og spennu. Pilates getur þó einnig haft ýmsa andlega ávinninga eins og áður segir.
Yoga og Pilates fer mjög vel saman, flott er að blanda þessu saman og ná því besta fram úr báðu. Yoga Líf er einmitt að bjóða upp á tíma í Yogalates þar sem blandað er saman yoga og Pilates og reynt að ná fram ávinningum úr báðum æfingakerfunum.”

Fann fljótt á mér sjálfri mikla líkamlega ávinninga, meiri styrk og líkamlega vellíðan

Hvernig kom það til að sjúkraþjálfarinn ákvað að opna Yoga Líf? ,,Þetta byrjar með því að ég fer til Danmerkur að læra Pilates æfingakerfið árið 2008. Ég varð strax mjög hrifin af Pilates kerfinu þar sem ég fann fljótt á mér sjálfri mikla líkamlega ávinninga, meiri styrk og líkamlega vellíðan. Ég byrjaði að nota Pilates kerfið mikið sem meðferðarform á mína skjólstæðinga með mjög góðum árangri. Ég byrjaði að stofna litla hópa í Gigtarfélaginu þar sem ég starfaði sem sjúkraþjálfari og flótlega urðu þessir hópar stærri og fleiri. Ég sá að það var mikil þörf á svona mjúkum áhrifaríkum æfingum fyrir einstaklinga með stoðkerfisvandamál, flestallir gátu gert þessar æfingar og voru skjólstæðingar mínir mjög þakklátir að finna góða hreyfingu sem hentaði þeim vel.
Árið 2017 lauk ég svo Yogakennaranámi og fór að samtvinna Yogað aðeins inn í tímana mína. Sem heilbrigðisstarfsmaður hefur maður lært hve mikilvægt er að horfa á einstaklinginn í heild, ekki bara að einblína á líkam-legu verkina því andlega hliðin er mjög oft samtvinnuð við lík-amlega líðan. Mér fannst því mjög gott að setja yogað meira inn í tímana til að taka meira heildrænt á einstaklingnum.
Fljótlega vatt þetta upp á sig og ég fór að fara meira og meira úr því að vera með einstaklings-meðferðir í sjúkraþjálfun yfir í að vera meira með hóptíma fyrir einstaklinga með stoðkerfisvanda-mál. Ég fann mig mjög vel í þessu, fólk var mjög þakklátt að finna góðan árangur og finna hreyfingu sem hentaði. Árið 2017 stofnaði ég svo Yoga Líf sem hefur svo vaxið og dafnað síðan þá. Mér finnst líka mjög mikilvægt að ná til fólks varðandi mikilvægi hreyfingar og mikilvægi þess að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu sem fyrirbyggjandi aðferð áður en líkamleg og andleg vandamál fara að banka upp á ekki síður en meðferðarform þegar skaðinn er kominn. Mig langar að sem flestir kynnist því hve mikið Yoga og Pilates getur haft á líkamlega og andlega vellíðan þegar þú ferð að stunda það reglulega og gera það að lífsstíl.”

Vilborg gerir æfingu

Og þú varst að færa þig um set í Kópavogi og ert nú flutt með stöðina í Hlíðasmára 17 og breytist eitthvað með þessum flutningum? ,,Í Hlíðasmáranum erum við komin með stærri sal, fleiri kennara og þéttari stundaskrá. Við stöðina starfa núna 15 frábærir Yoga og Pilates kenn-arar þannig að stundaskráin okkar er orðin mjög fjölbreytt þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Erum með morguntíma, hádegistíma, síðdegistíma og kvöldtíma.”

Það geta nánast allir stundað Yoga Pilates óháð aldri, kyni eða íþróttabakgrunni

Og geta í raun allir stundað jóga og pílates, sama á hvaða aldri og í hvaða formi þeir eru? ,,Algerlega, það er einmitt það sem er svo frábært við Pilates og Yoga að það geta nánast allir stundað það óháð aldri, kyni eða íþróttabakgrunni. Hér eru allir á sínum hraða á sínum fors-endum. Oftast er hægt að gera margar mismunandi útfærslur af æfingunum og hver og einn gerir eins og hann treystir sér til. Í Yoga Líf eru allir í sínu eigin ferðalagi.”

1X í viku miklu betra en ekkert

Hversu oft þarf að stunda jóga í hverri viku svo það skili okkur árangri? ,,Ég mæli nú alltaf með því að reyna að mæta svona 2X til 3X í viku til að finna vel árangur af ástunduninni. En auðvitað er 1X í viku miklu betra en ekkert. Málið er að reyna að gera þetta að lífsstíl að gera þetta hluta af dagskránni þinni. Mjög eðlilegt er að maður detti aðeins út úr rútínunni sinni af og til, en þá er bara að reyna að koma aftur til baka því langflestir finna mikinn líkamlegan og andlegan ávinning af því að stunda þetta reglulega.”

Í nýju húsnæði Yoga Líf í Hlíðasmáranum erum við komin með stærri sal, fleiri kennara og þéttari stundaskrá segir Vilborg

Og getur jóga og Pilates hjálpað okkur til að verða besta útgáfan af okkur sjálfum?
,,Algerlega, en eins og áður segir, hjálpar Yoga okkur með að ná jarðtegingu og hugarró og þér fer að líða betur andlega. Einnig er ákveðin siðfræði á bak við Yogafræðin sem er stór partur af Yoga iðkun þar sem þú reynir að ná ákveðnum hreinleika í hugsun, leggur áherslu á fallegar hugsanir, jákvæðni, þakklæti og kærleika en sleppir taki á tilfinningum eins og öfund og afbrýði-semi, sért hófsamur og nægjusamur. Þannig leitast þú við samkvæmt yogafræðunum að verða besta útgáfan af sjálfum þér. Eins má segja með Pilates ef þér fer að líða betur líkamlega hefur það góð áhrif á andlega líðan og þegar þér fer að líða vel ferð þú frekar að hugsa hlýlegar hugsanir til þín sjálfs og til annarra.”

Ákveðin siðfræði á bak við Yogafræðin

Og þú hvetur að sjálfögðu að líta við hjá okkur og skoða hvað sé í boði? ,,Já, endilega, hvet alla til að skoða heimasíðu okkar yogalif.is þar sem er að finna lýsingu á öllum okkar fjöl-breyttu námskeiðum eða hringja í okkur í síma 789 4540 eða kíkja við í Hlíðasmára 17 og skoða okkar frábæru aðstöðu,” segir Vilborg að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar