Jóga í vetur á Bókasafni Kópavogs

Bókasafn Kópavogs býður upp á jóga tvisvar í viku í vetur á aðalsafni. Á mánudögum er áhersla lögð á slökunarjóga í hádeginu á milli kl. 12:00 – 12:30 og á fimmtudögum er boðið upp á lengri jógatíma með áherslu á Hatha-jóga á milli kl. 16:30 – 17:30. Hatha-jóga er jafnvægi krafts, hugar og líkama og er stöðunum haldið í lengri tíma ásamt því að nota öndunina til að gefa meiri styrk og teygju í vöðvana. Tímarnir enda á slökun og hugleiðslu. Jógakennarinn, Steinunn Rósa Sturludóttir leiðbeinir í tímunum, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gestir eru beðnir um að mæta í þægilegum fatnaði fyrir báða tímana og að hafa jógadýnu með sér að heiman fyrir Hatha-jóga.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar