Nýr verkefnastjóri – Haustið hjá Klifinu

Klifið er framsækið fræðslusetur og leggur mikið upp úr því að fá til sín sérfræðinga á sínu sviði til þess að leiðbeina á námskeiðum.

Nú þegar sumarið tekur á að líða þá erum við í Klifinu í fullum undirbúningi fyrir námskeið haustins. Við vorum ótrúlega spennt fyrir því að geta haldið covid laus námskeið restina af árinu en vegna nýgengi smita þá erum við að undirbúa okkur vel og koma upp nokkrum rafrænum námskeiðum í kjölfarið.

Nýr verkefnastjóri

Rebekka Ashley Egilsdóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands sumarið 2020. Hún tók við sem verkefnastjóri Klifsins í maí á þessu ári og verður starfandi næsta árið á meðan Guðrún er í fæðingarorlofi. Í náminu hennar við LHÍ lærði Rebekka að vinna í takti við þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir á hverjum tíma og leitaði leiða til að fræða, vekja fólk til umhugsunar, tækla vandamál, fegra umhverfið og vinna að bættu samfélagi. Hún hefur unnið fjölda hönnunarverkefna bæði sem sjálfstæður hönnuður og í samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir.

Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi

Vinsælustu námskeiðin okkar verða að sjálfsögðu á dagsrkánni en þar á meðal bætast við nokkur ný og spennandi námskeið. Flest okkar námskeið eru 6 eða 10 vikna löng.

Aqua Zumba, Aqua tabata, Haf jóga og Badmintonið verða öll á sínum stað í Sjálandssundlaug og á Sjálandsvelli. Myndlist, teikning, módelteikning, myndasögugerð, vatnslitun og akrýl málun verða haldin á Garðatorgi. Söng og sjálfstyrkingar námskeiðin verða kennd af söngkonunni Rebekku Sif sem verða einnig á Garðatorgi. Hönnunarskólinn verður með breyttu sniði í ár og verður hann auglýstur síðar með nánari upplýsingum. Leiklistin verður haldin að venju í Flataskóla.

Allt tónlistarnám Klifsins verður kennt í haust, gítar, trommur og píanó.

Allt tónlistarnámið okkar verður kennt í haust, gítar, trommur og píanó. Við fáum til okkar tvo nýja spennandi píanó kennara sem verða kynntir vel á miðlum Klifsins svo fylgist vel með!

Styttri námskeið

Það verða nokkur stutt námskeið í boði hjá okkur í haust sem verða kennd yfir eina helgi. Við verðum með helgar námskeið í stuttmyndagerð fyrir börn og einnig halloween teikningu fyrir eldri börn og unglinga. Fleiri stutt námskeið verða auglýst síðar

Fylgist með okkur!

Við erum virk á samfélagsmiðlum okkar facebook.com/klifid & instagram.com/klifid en við erum einnig með regluleg fréttabréf og uppfærslur á heimasíðunni okkar www.klifid.is

Við hjá Klifinu þökkum kærlega fyrir sumarið sem er að líða og erum ótrúlega spennt fyrir því að sjá ykkur á námskeiðum hjá okkur í haust.

Forsíðumynd: Rebekka Ashley Egilsdóttir er nýr verkefnastjóri Klifsins

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar