Mikið fjör á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar

Það var mikið fjör á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem var haldin í Sveinatungu á Garðatorgi í vikunni. Þar var tilkynnt um útnefningu bæjarlistamanns Garðabæjar 2021 auk þess sem veittar voru viðurkenningar fyrir ómetanlegt framlag til menninga og lista. Á hátíðinni var einnig úthlutað úr Hvatningarsjóði ungra listamanna.

Á myndinni eru frá hægri: Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors ásamt börnum sínum Degi, Birni, Stefáni og Bryndísi, Björg Fenger forseti bæjarstjórnar, Bjarndís Lárusdóttir meðlimur í menningar- og safnanefnd, Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi, Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Hannes Ingi Geirsson meðlimir menningar- og safnanefndar.
Flottir Garðbæingar! Börn Unnar Aspar og Björns Thors
Svanihildur Þengilsdóttir, ónafngreind og Sunna Sigurðardóttir
Gunnar Einarsson bæjarstjóri var léttur
Helga Thors samgleðst vinkonu sinni, Unni Ösp
Stuð! Bæjarlistamenn Garðabæjar með börnun sinum ásamt Björgu og Gunnari
Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar
Guðfinna Dóra kenndi í söng í mörg ár við Flataskóla
Gullveig Sæmundsdóttir, Steinar J. Lúðvíksson og Kamma
Konráð og Edda. Birgir á Sellóinu hér til hliðar.
Ólöf Breiðfjörð til hægri ásamt vinkonu
Sigurður Guðjónsson, Þóra Karítas Árnadóttir og Unnur Ösp
Austin lék einleiksverk á fiðlu við athöfnina við mikla hrifningu viðstaddra en hann er nemandi Auðar Hafsteinsdóttur í Menntaskóla í tónlist.
Konráð og Eiríkur Björvinsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar