Nýja appið frá Samkaup veitir afslátt í ríflega 60 verslunum félagsins. – Neytendur geta sparað tugi þúsunda á ári með nýju appinu
Samkaup hafa sett á markað smáforrit undir nafninu Samkaup – verslun við hendina sem gefur viðskiptavinum afslátt í ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland. Appið er stafrænt tryggðarkerfi Samkaupa og fá viðskiptavinir 2% fastan afslátt af öllum vörum í formi inneignar í hvert sinn sem þeir versla.
Meðalsparnaður um 50 þúsund krónur á ári
Viðskiptavinir Samkaupa geta sparað að meðaltali 50 þúsund krónur á ári með því að nota nýja appið. Með því að nota Samkaup appið fá viðskiptavinir 2% afslátt í formi inneignar í hvert skipti sem þeir versla. Séu viðskiptavinir duglegir að nota forritið geta þeir því sparað ágætisupphæð á ári hverju.
Rúmlega 20 þúsund ánægðir viðskiptavinir komnir með appið
„Appið er bylting á matvörumarkaði en við erum að fylgja nýjustu tækni og færa matvöruverslunina nær viðskiptavinum okkar. Við hófum innleiðingu á appinu um síðustu jól þegar starfsfólk Samkaupa fékk að-gang en nú eru rúmlega 20 þúsund ánægðir viðskiptavinir komnir með það,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.
Einfalt í notkun
Appið er afar einfalt í notkun en viðskiptavinir skanna inn QR-kóða með símanum við afgreiðslukassann í hvert sinn sem þeir versla og afslátturinn kemur strax inn í formi inneignar. ,,Í appinu geta viðskiptavinir séð hversu mikinn afslátt þeir fá hverju sinni og hver uppsöfnuð inneign þeirra er auk þess sem þeim standa til boða reglulega sértilboð á matvöru. Viðskiptavinir geta skráð greiðslukort í appið og notað það sem milliliðalausa greiðslu og fá rafræna kvittun senda beint í appið. Appið gefur þannig góða yfirsýn yfir mánaðarleg matarinnkaup,“ segir Gunnar.
Gunnar segir að Samkaup sem á og starfrækir Nettó verslanirnar hefur síðustu árum verið fremst íslenskra matvörufyrirtækja þegar kemur að tækninýjungum og er langstærsti aðilinn í dagvöruverslun á netinu. Hægt er að nálgast Samkaup – verslun við hendina frítt í vefverslunum App Store (Apple) og Google Play store (Android).
Á myndinni er Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, sem segir nýja appið byltingu á matvörumarkaði