Listasmiðja og opið hús hjá Grósku

Opið hús og listasmiðja verður hjá Grósku sunnudaginn 21. mars kl. 13-15. Myndlistarmenn í Grósku mála saman í Gróskusalnum við Garðatorg 1 og Garðbæingum og öðrum listunnendum er velkomið að koma og fylgjast með lifandi sköpun og taka þátt í lista-smiðjunni. Gætt er að sóttvörnum og fjarlægðarmörkum þannig að gleðjast má hóflega saman.

Eftir langt hlé vegna heimsfaraldurs er lífleg dagskrá fram-undan hjá Grósku og vonandi bjartari tímar. Gróska er virkt myndlistarfélag sem hefur fest sig vel í sessi í menningarlífi Garðabæjar með viðburðum eins og Sumarsýningu, Jónsmessugleði og Haustsýningu. Gróska stendur auk þess fyrir ýmsum öðrum sýningum og uppákomum. Félagsmenn eru um 70 talsins og nýjum fé-lögum er tekið fagnandi. Fólk sem býr eða vinnur í Garðabæ og fæst við myndlist, hvort sem er í tvívíðu eða þrívíðu formi, er hvatt til að sækja um inngöngu í félagið með því að senda póst á [email protected].

Einnig er hægt að sækja um í gegnum facebooksíðu Grósku: https://www.facebook.com/groska210/. Félagsmönnum býðst að taka þátt í sýningum Grósku og ýmsum myndlistar-námskeiðum sem haldin eru á vegum félagsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar