Dagur Norðurlandanna

Dagur Norðurlandanna, 23. mars hefur um árabil verið tileinkaður norrænni samvinnu. Þennan dag árið 1962 hittust fulltrúar ríkisstjórna Norðurlandanna í höfuðborg Finnlands til að skrifa undir samning um náið og skuldbindandi samstarf. Samningurinn, sem nefndur er Helsinkisáttmálinn, er grundvallarsamningur í norrænu samstarfi og fjallar um samstarf Norðurlandanna á sviði réttarfars, menningarmála, félagsmála,, efnahagsmála, samgangna og umhverfisverndar. Í honum er kveðið nánar á um sstörf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinna og hann festir í sessi formlegt samstarf þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlandanna. Samningurinn kveður einnig á um að Norðurlöndin skuli vinna saman á alþjóðavettvangi og hafa samráð sín á milli. Þrátt fyrir ýmsar endurskoðanir á testa samningsins hefur grundvallarhugmynd hans ekkert breyst. Helsinkisáttmálinn kveður einnig á um fjölmörg gagnkvæm réttindi Norðurlandabúa sem við höfum um áratuga-skeið vanist að taka sem sjálfsögðum hlut.

Norrænir réttir á Mathúsinu

Sú hefð hefur myndast á undanförnum árum að Norrænu félögin fagni degi Norðurlands á ýmsan hátt. Hér í Garðabæ hefur Norræna félagið samið við Mathús Garðabæjar um að dagana 23.– 25. mars nk. verði norrænir réttir á matseðli Mathúss Garðabæjar. Félagið vonar að Garðbæingar nýti sér þetta tækifæri til að kynnast norrænni matargerð.

Af sama tilefni mun Bókasafn Garðabæjar standa fyrir kynningu á Norræn-um glæpasögum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu bókasafnsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar