Frábær árangur Ísoldar á MÍ 11-14 ára

Ísold Sævarsdóttir vann til 5 gullverðlauna á MÍ

Garðbæingurinn Ísold Sævarsdóttir náði mögnuðum árangri á Íslandsmótinu í frjálsum íþróttum 11-14 ára, sem haldið var í Hafnarfirði fyrstu helgina í mars, en Ísold keppir í aldursflokknum 14 ára.

Ísold vann fimm gullverðaun og eitt silfur og varð stigahæsti þátttakandinn á mótinu. Ísold varð Íslandsmeistari í 60m hlaupi, 600m hlaupi, 60m grindarhlaupi, langstökki, og þá var hún í sigursveit FH í 200m boðhlaupi. Frábær árangur hjá Ísold.

Þá varð Ísold einnig Íslandsmeistari í fjölþrautum, þ.e.a.s. í fimmtarþraut 15 og yngri fyrir rúmum þremur vikum.

Þá náði Garðbæingurinn Högna Þóroddsdóttir einnig flottum árangri í flokknum 13 ára, en hún varð í 2. sæti í 600m hlaupi og í þriðja sæti í langstökki auk þess sem hún var í sigursveit FH í 200m boðhlaupi.

Sannarlega efnilegar frjáls-íþróttakonur þar á ferð. Fjölmargir krakkar úr Garðabæ að keppa undir merkjum FH og áttu stóran þátt í frábærum sigri FH í heildarstigakeppni mótsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar