Kópavogsbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og nærumhverfi næstu vikurnar. Vorhreinsun í Kópavogi fer fram 3. til 21. maí. Settir verða upp gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í bænum.
Þá verður starfsfólk bæjarins á ferðinni til að hirða upp þann garðaúrgang sem bæjarbúar geta komið fyrir við lóðamörk í öllum hverfum á fyrirfram ákveðnum dögum. Yfirlit yfir dagsetningar yfir hirðingu úrgangs í hverjum, er að finna á vef bæjarins.
Opnir gámar verða aðgengilegir á eftirfarandi stöðum 3. til 21. maí:
• Kársnes, við Vesturvör 14
• Digranes, við íþróttahúsið Digranesi
• Smára- og Lindahverfi, neðst á Glaðheimasvæðinu
• Sala- og Kórahverfi, við garðlönd, Rjúpnavegur/Arnarnesvegur
• Þinga- og Hvarfahverfi, á bílastæði við Vallakór 8
Athugið að garðaúrgangur sem settur er við lóðamörk seinna en dagsetningarnar segja til um verður ekki fjarlægður af Kópavogsbæ.
Íbúar athugið: Garðaúrgang skal setja utan við lóðamörk í pokum, greinaklippur skal binda í knippi. Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðamörk og verður slíkt fjarlægt á kostnað lóðarhafa. Ekki verður fjarlægt rusl af byggingarlóðum. Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í endurvinnslustöð. Einnig timbri, málmum og öðrum úrgangi.
Á forsíðumynd er Ármarnn Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Hjördís Ýr Johnson bæjarfulltrúi í hreinsunarátaki 2016