Gullöld Garpasunds í Kópavogi

Um sl. helgi fór Opna Íslandsmótið í Garpasundi fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Keppt var í fjórtán einstaklingsgreinum kvenna og karla og þremur boðsundsgreinum. Sundgarpar Breiðabliks gerðu sér lítið fyrir og sigruðu á mótinu með yfirburðum og 2308 stig en Sundfélag Hafnarfjarðar varð í öðru sæti með 1400 stig og Sundfélag Akraness í þriðja sæti.

Alls voru 161 keppendur á mótinu, en 63 garpar kepptu fyrir hönd Breiðabliks. Blikahópurinn skilaði liðinu 130 gullverðlaunum sem var meira en helmingur allra gullverðlauna sem veitt voru á mótinu (255). Þá féllu 67 garpamet og þar af voru 27 slegin af liðsmönnum Breiðabliks.

Það má því með sanni segja að það sé gullöld í garpasundi í Kópavogi um þessar mundir, en Blikahópurinn skilaði liðinu 130 gullverðlaunum sem var meira en helmingur allra gullverðlauna sem veitt voru á mótinu

Það má því með sanni segja að það sé gullöld í garpasundi í Kópavogi um þessar mundir. Arna Björg Arnarsdóttir er formaður Sunddeildar Breiðabliks en hún er að vonum sátt við þessa þróun. Hún nefnir að einn þáttur í hugsjónum deildarinnar sé „Sund frá vöggu til grafar“ að fólk njóti þeirrar skemmtunar og heilsueflingar sem sundiðkun getur verið alla ævi. Þannig er deildin að bjóða upp á sundnámskeið fyrir fólk á öllum aldri og ýmsa æfingahópa, þar sem markmiðið er að hver og einn geti fundið sér stað við hæfi út frá eigin forsendum og markmiðum.

Hákon Jónsson er þjálfari stærsta hluta garpahópsins og hefur þjálfað þennan hóp í mörg ár. Hann tekur að mörgu leyti í sama streng og Arna og að sú mikla breidd sem er hjá garpasundinu komi til af því að andrúmsloftið í æfingahópunum er vinalegt og skemmtilegt og unnið að því að allir finni sér vetvang við hæfi. Peter Garajszki þjálfar svo annan hóp á morgnana en þar æfa aðallega einstaklingar sem hafa mikinn bakgrunn í sundi.

Allir keppendur Breiðabliks á mótinu komu þó ekki úr þessum hópum, sumir æfa á eigin vegum en aðrir heillast svo af sundsamfélaginu strax á sundnámskeiðum að þeir láta til skarar skríða og skella sér á mót, óháð því hvort búið sé að fullkomna tæknina eða læra að stinga sér af palli. Hákon og Arna segjast líta björtum augum til framtíðar varðandi sundíþróttina í Kópavogi. Við viljum gera enn betur til að samfélagið njóti góðs af okkar sundstarfi. Við erum með öflugt keppnis og afreksstarf, en í heildina er starfið ekki síður mikilvægt í tengslum við sundkunnáttu og uppeldislegan-, félagsleglegan og lýðheilsutengdan ávinning.

Þjálfarinn, Hákon fagnar titlinum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar