Vilja frekar hafa hátíðarhöldin í hverfinu sínu

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir býr í Lundi og segist kjósa mikið frekar að fara á 17. júní hátíðarhöldin í Kópavogi í hverfinu sínu en í mikið margmenni annars staðar.
„Við fjölskyldan höfum alltaf farið í bæinn á þjóðhátíðardaginn og gert okkur dagamun. Það hefur þó á köflum verið heilmikil áskorun með lítil börn í allskonar veðri og miklu margmenni,” segir Kolbrún sem flutti í Lund fyrir nokkrum árum síðan. ,,Fyrsta sumarið okkar í Lundi var boðið upp á frábæra skemmtun í Fagralundi þar sem við hittum nágrannana og krakkarnir okkar þau Sóley og Emil gátu leikið við vini og skólafélaga. Við höfum skemmt okkur konunglega í þessi tvö skipti sem hátíðahöld hafa verið í Fagralundi og kjósum það frekar. Þarna kemur fólk saman úr hverfinu, nóg við að vera fyrir börnin, fjör og gott aðgengi fyrir alla,“ bætir Kolbrún við og segist hlakka til hátíðarhaldanna í ár.

Sólveig og Emil á 17. júní í fyrra

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar