Viðskiptavinir geta stokkið út á náttfötunum og verslað í Lyfjaval

Eitt ár liðið síðan Lyfjaval ákvað að hafa bílalúguapótek sitt í Hæðasmára í Kópavogi opið allan sólarhringinn, en þetta var þá eina apótek landsins sem var opið allan sólarhringinn.

Alltaf gott að hafa sérstöðu á markaðinum

Lyfjval opnaði sitt fyrsta bílalúguapótek árið 2005 og þeim hefur fjölgað töluvert síðan, en hvernig kom það svo til að forsvarsmenn Lyfjavals tóku þá ákvörðun að bjóða upp á sólarhrings opnuna í Hæðasmára? ,,Það kom tvennt til. Við höfðum fengið töluvert af óskum um lengri opnunartíma og svo er alltaf gott að finna eitthvað þar sem þú hefur sérstöðu á markaðinum. Bílalúgunar eru auðvitað sér á parti og við eina apótekið sem býður upp á þjónustu í gegnum bílalúgur. Sólarhringsopnunin í Hæðasmára kemur svo í rökréttu framhaldi af lúgunum. Aðgengið er auðvelt og þú getur þess vegna bara stokkið út í bíl á náttfötunum þar sem þú þarft hvergi að fara inn,” segir Svanur Valgeirsson framkvæmdastjóri Lyfjavals.

Þetta er þjónusta sem við viljum veita áfram

Og hvernig hefur svo sólarhringsopnunin gengið eftir þessa árs reynslu, komið til að vera? ,,Já, ég held ég geti fullyrt að þetta sé þjónusta sem við viljum veita áfram. Við þurfum að reyna að vera dugleg að láta fólk vita af þessu, halda áfrfam að auglýsa og láta boðskapinn ganga. Foreldrar ungra bara hafa mikið haft samband til að þakka fyrir þessa þjónustu og auðvitað miklu fleiri.”

Í raun stutt fyrir alla að renna við í Hæðasmára

Og bílaapótekið í Hæðasmára er náttúrulega staðsett á frábærum stað, í alfaraleið við Reykjanesbrautina, svo það er væntanlega fjölbreyttur hópur viðskiptavina sem koma og versla í Hæðasmáranum? ,,Já, við erum það miðsvæðis að það er í raun stutt fyrir alla að renna við. Margir eru töluvert á ferðinni vegna vinnu og þá er krókurinn yfirleitt ekki mikill. En svo eru fjögur önnur bílaapótek sem eru opin fram á kvöld þannig að aðgengið að apótekunum okkar er gott.”

Eitt ár er liðið síðan Lyfjaval bauð upp á sólarhringsopnun í Hæðasmára

Margir vinna vaktavinnu og aðrir eru á ferðinni á nóttunni

Hvaða viðskiptavinir eru það sem nýta sér þessa næturþjónustu, eru þetta öðru- vísi verslun en gerist á daginn og á kvöldopnunum? ,,Það er eiginlega allur skalinn. Ég nefndi barnafólkið hér að framan, en það kemur víst fyrir á bestu bæjum að flensan knýr dyra og kannski ekkert til í skápunum heima. Það vantar verkjalyfin, eitthvað fyrir börnin, sumir stoppa bara fyrir gos eða vatn og súkkulaði og í raun bara hvað sem er. Gleymum ekki að margir vinna vaktavinnu og aðrir eru á ferðinni á nóttunni. Þá er gott að nýta tækifærið og sækja lyf eða hvað sem er.”

Ákveðið næði fæst í bílalúgunni

Þið hafið frá árinu 2005, þegar fyrsta bílalúguapótekið opnaði, opnað nokkur bílalúguapótek til viðbótar. Hvaða hugmynd er að það afgreiða lyf og aðrar heilsuvörur út um bílalúgu og auðveldar það kannski sumum viðskiptavinum sem eru feimnir að sækja lyfin sín? ,,Já, við heyrum það að stundum sé þægilegra að ræða við lyfjafræðinginn eða biðja um eitthvað ákveðið í því næði sem fæst í bílalúgunni. Það stendur enginn fyrir aftan þig og er að hlusta þegar þú þarft að biðja um eitthvað að spyrja ráða. Stundum er fólk með börn í bílnum og þægilegt að þurfa að ekki taka þau úr bílstólnum. Fullorðið fólk, eða hver sem er, sem á erfitt með gang sér þægindin við þetta og svo er þetta fljótlegra en að fara einhvers staðar inn. Fólki finnst það bíða skemur þegar það getur setið og hlustað á útvarpið eða flett í gegnum smáforrit í símanum sínum meðan það bíður eftir að varan sé sótt eða lyfseðillnn afgreiddur.”

Fjölbreytt vöruúrval

Og í Lyfjaval er hægt að fá margt annað en lyf því þið eruð með vítamín og bætiefni, allt fyrir börn og mæður og snyrtivörur svo fátt eitt sé nefnt? ,,Já, já. Við reynum að bjóða upp á það sem kalla má hefðbundna apóteksvöru, auk snyrtivöru og í raun alls konar. Við erum með 5 bílaapótek og vöruvalið rokkar aðeins eftir stærð. Í Reykjanesi og Hæðasmára eru auk lúganna verslanir sem þú getur komið inn í en stundum er engin eiginleg búð, bara lúgurnar, eins og í Suðurfelli og á Miklubraut þar sem við opnuðum nýtt apótek í febrúar. Stærstu verslanirnar með mesta vöruúrvalið eru í Urðarhvarfi og Glæsibæ. Þar eru eðli máls samkvæmt engar lúgur.”

Og þið eruð t.d. að selja Mottusokkana í mars? ,, Já og þeir mokast út, enda flottir og góðir sokkar þetta árið. Hvet alla til að rúlla við hjá okkur og ná sér í par.”

En þar sem eitt ár er liðið frá sólarhringsopnuninni í Hæðasmára, sérðu þá fram á að þið munið bjóða upp á sólarhringsopnuna í fleiri bílaapótekum á næstunni? ,,Tja, það er dýrt að halda úti tveimur starfsmönnum alla nóttina, lyfjafræðingi og öðrum í afgreiðslu, og því sé ég það ekki alveg á næstu mánuðum en hver veit. Það eru margir sem vilja gjarnan fá svona þjónustu nær sér en við höldum að minnsta kosti ótrauð áfram í Hæðasmáranum,” segir Svanur að lokum.

Forsíðumynd: Svanur Valgeirsson framkvæmdastjóri Lyfjavals segir sólahringsopnuna þjónustu sem Lyfjaval vilji veita áfram

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar