Þróun gróðurfars í Menningu á miðvikudögum

Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur hjá Landgræðslunni flytur fyrirlestur um þróun gróðurfars á Íslandi í tengslum við líffræðilega fjölbreytni miðvikudaginn 30.mars kl. 12:15
Erindið fer fram í Fjölnota sal Náttúrufræðistofu Kópavogs, aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Kristín er líffræðingur frá Háskóla Íslands og lauk doktorsnámi frá Lincoln University í Nýja Sjálandi. Hún starfaði sem vistfræðingur á Suðureyju, Nýja Sjálandi í nokkur ár eftir námið en fluttist heim um aldamótin og hefur unnið hjá Landgræðslunni síðan. Rannsóknir Kristínar eru á sviði gróðurframvindu, endurheimtar vistkerfa og ágengra framandi tegunda.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar