Íslenskar drykkjar- og lækningajurtir með Steini Kárasyni

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M. Sc. í umhverfisfræðum heldur erindi um íslenskar drykkjar- og lækningajurtir þann 30. mars n. k. kl. 16:30 – 17:30 á aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Er þetta seinna erindi Kárs í erindaröð á safninu um plöntur og vakti fyrra erindið um ræktun krydd- og matjurta mikla lukku.

Fjallað verður um algengar íslenskar drykkjar- og lækningajurtir og leiðbeinir Steinn um söfnun þeirra, verkun og notkun. Hann veitir jafnframt tilsögn í að útbúa jurtate, grasaseyði og hvannasúpu og veitir innsýn í þróun og sögu grasalækninga og nýjar rannsóknir sem styðja reynslu forfeðranna. Stiklað verður á stóru í sögulegu samhengi og áhersla lögð á sjálfbærni og virðingu við náttúruna.

Viðburðurinn fer fram í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar