Þríhyrningur, ha?

Unglingaráð Gerðarsafns eða Grakkarnir héldu listasýningu í bílakjallara Molans ungmennahúss gegnt Gerðarsafni 5. ágúst sl., en þar deildu þau afrakstri sumarsins með gestum og gangandi. Listasýningin bar heitið “Þríhyrningur, ha?”

Sýningargestir voru hæstánægðir með frumraun Grakkanna í sýningarhaldi enda var um að ræða spennandi verkefni sem starfrækt var í fyrsta sinn í Gerðarsafni í sumar. Listaverkin voru jafn fjölbreytt og þau voru mörg en á sýningunni mátti finna allt frá málverkum og skúlptúrum til innsetninga og gjörninga. 

Þrettán unglingar unnu hjá Gerðarsafni í sumar á vegum Vinnuskóla Kópavogs við að kynna sér samtímalist og starf Gerðarsafns, með það að markmiði að gera safnið unglingavænna og móta eins konar unglingaráð safnsins. Fyrsta sumar Grakkanna í Gerðarsafni líður nú undir lok en að þeirra sögn var starfið vel heppnað og einstaklega lærdómsríkt.

Ungmennin höfðu þetta um starfið að segja:

„Eftir að ég byrjaði í þessari vinnu varð ég mun opnari fyrir því að prufa hluti sem ég var löngu búin að ákveða ég væri léleg í og er núna bara með mun jákvæðara hugarfar gagnvart list og ætla halda áfram að prufa mig áfram á því sviði!“

„Þetta er pottþétt besta vinna sem ég hef nokkurn tímann verið með og ég hef lært margt, meðal annars hvernig list getur verið mismunandi og í mismunandi formum, og ég finn bara sjálf að ég hef meiri löngun til að gera list sjálf, svo þetta er bara geggjað!”

„Það sem ég hef verið að læra er til dæmis graff. Ég hafði prófað að nota spreybrúsa en aldrei lært hvernig maður gerir fígúrurnar og stafina sem maður sér á veggjum, mér fannst það mjög áhugavert. Ég hef líka lært að meta meira samtímalist og sjá hana á annan hátt.“

Mynd: Atriðið „Emo karaoke/Emo history“ samið og flutt af Evu Nadiru Bjarkadóttur á listasýningu Grakka.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins